Sandra María: Mættu í hjólabuxum í bandarísku fánalitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:30 Sandra María. Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 . Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var himinlifandi að hafa verið kosin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. „Þetta eru sennilega mestu verðlaun sem ég hef fengið og rosalega mikill heiður fyrir mig," sagði Sandra sem er markahæst í deildinni með tíu mörk þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar og gengi liðsins hefur komið mörgum á óvart. „Það er gaman að geta komið mörgum á óvart. Við vissum að við værum með svona sterkt lið en flestir trúðu því eftir gengið í Lengjubikarnum. Við höfum nú sýnt að við erum topplið í þessari deild," segir Sandra. Þór/KA hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. 4-1 rassskelling á heimavelli gegn ÍBV setur svartan blett á sumar Norðankvenna og er þeirra eini tapleikur í sumar. „Við vorum alls ekki góðar gegn ÍBV og verður að viðurkennast að þær voru miklu betri. En við ætlum að snúa þessu við og vinna þær úti í Eyjum, rassskella þær tilbaka," segir Sandra og hlær. Lið Þór/KA er skipað blöndu af uppöldum leikmönnum sem manna um helming byrjunarliðsins auk Helmingurinn af byrjunarliðinu er skipað heimastelpum. Auk þeirra gekk Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, til liðs við liðið auk Katrínar Ásbjörnsdóttur sem var besti leikmaður KR á síðustu leiktíð. Sandra segir bandarísku stelpurnar passa vel inn í hópinn bæði fótboltalega séð og félagslega. Einn helsti styrkleiki Norðankvenna sé hve samheldinn hópur þeirra er og þær bandarísku sé ekki undanskildar þar. „Við áttum leik 3. júlí og daginn eftir fórum við út í Kjarnaskóg að hlaupa. Það var Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna og þær voru mættar í hjólabuxum með bandaríska fánanum á. Þær eru mjög skemmtilegar," segir markahrókurinn um liðsfélaga sína. Aðspurð um markmið sumarsins er Sandra ekki í nokkrum vafa. „Ég held að allir viti að við stefnum á toppsætið," segir Sandra María. Næsta verkefni Þór/KA er í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á morgun þegar Fylkir kemur í heimsókn. Liðin áttust við á sama stað í deildinni í síðustu umferð og þá unnu heimakonur 4-0 .
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira