Ísland í 3.-4. sæti að loknum fyrsta hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2012 16:07 Íslensku strákarnir stóðu sig vel í dag. Mynd / Ernir Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur lokið leik á fyrsta degi í undankeppni Evrópumóts áhugamanna sem leikin er á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Englendingar leiða mótið á þremur höggum undir pari samanlagt en Hollendingar koma næstir á pari. Íslendingar deila 3. sæti með Portúgal á sex höggum yfir pari. Í 5. sæti koma Belgar á 13 höggum yfir pari. Slóvakar, Rússar og Serbar eru þó nokkuð á eftir efstu liðum. Slóvakar eru á 25 höggum yfir pari, Rússar á 33 höggum yfir pari og Serbar á 55 höggum yfir pari. Sex kylfingar eru í hverju liði og gilda fimm bestu skorin í hverju liði. Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús spiluðu best íslensku kylfinganna í dag en þeir komu í hús á 71 höggi eða pari vallarins. Guðjón Henning Hilmarsson spilaði á einu höggi yfir pari og Kristján Þór Einarsson á tveimur yfir pari. Ólafur Björn Loftsson kom í hús á þremur höggum yfir pari. Andri Þór Björnsson spilaði hringinn á 77 höggum eða sex höggum yfir pari. Hans skor er ekki tekið með í reikninginn líkt og slakasta skor hinna liðanna. Leik verður framhaldið á morgun en lokahringurinn verður leikinn á laugardag. Þá kemur í ljós hvaða þrjár þjóðir tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti áhugamanna í Danmörku á næsta ári. Nánar um gang mála á heimasíðu mótsins, sjá hér.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira