Formúla 1

Bíllinn ekki áhrifavaldur í slysi De Villota

Birgir Þór Harðarson skrifar
De Villota mun að öllum líkindum ekki aka kappakstursbíl á ný.
De Villota mun að öllum líkindum ekki aka kappakstursbíl á ný. nordicphotos/afp
Marussia-liðið hefur lokið rannsókn sinni á því hvað olli slysi Mariu de Villota fyrir tveimur vikum. Maria er tilraunaökuþór liðsins og var að prófa bílinn á flugbraut á Englandi þegar slysið varð.

Niðurstöður rannsóknar Marussia sýna fram á að bíllinn var ekki orsakavaldur í slysi Mariu og liðið hefur raunar útilokað að bíllinn hafi nokkuð með slysið að gera. Ljóst þykir að Maria hafi gert mistök.

De Villota lykkur nú þungt haldin á sjúkrahúsi en fjarlægja þurfti hægra auga hennar auk þess sem hún hlaut heilahristing og er illa farin á höfði og andliti.

Marussia-liðið hefur deilt þessum niðurstöðum með opinberu rannsóknarvaldi sem fer með málið í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×