Fótbolti

Staða Þórs erfið eftir 3-0 tap í Tékklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Auðunn
Möguleikar Þórs á sæti í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eru litlir eftir 3-0 tap gegn Mlada Boleslav í Tékklandi í dag. Akureyringar áttu á brattann að sækja í leiknum.

Lukáš Magera kom heimamönnum yfir á 33. mínútu og hann var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og sá til þes að heimamenn hefðu tveggja marka foryrstu í leikhléi.

Þórsurum tókst að halda aftur af liðsmönnum Mlada Boleslav í síðari hálfleik þar til Jasmin Šćuk skoraði á 80. mínútu.

Af tölfræði leiksins á heimasíðu UEFA að dæma má ljóst vera að Þórsarar áttu á brattann að sækja í leiknum. Heimamenn áttu 26 marktilraunir í leiknum en átta hittu markið. Þórsarar áttu hins vegar aðeins tvær marktilraunir en önnur hitti markið.

Síðari leikur liðanna fer fram á Þórsvelli á Akureyri á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×