Tímatakan stöðvuð vegna rigninga Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júlí 2012 12:44 Roman Grosjean var einn þeirra sem fór útaf á tímatökuhring. nordicphotos/afp Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Ástæðan fyrir því að Formúlu 1 bílar geta ekki ekið í svona mikilli rigningu, eins og götubílar okkar, er að F1 bílar vega aðeins rúmlega 600 kíló, dekkin eru mun breiðari og hæð undirvagnsins frá vegi telur aðeins nokkra millimetra, hugsanlega sentimetra. Fyrsta lota tímatökunnar er búin og þar féll Jenson Button úr leik. Hann mun ræsa átjándi þó tímatökunni verði áfram haldið. Það byrjaði svo að rigna þegar fyrstu lotunni var að ljúka. Sex mínútur eru eftir af annari lotu. Dómarar og mótshaldarar eru nú að velta fyrir sér hvort stöðva megi tímatökuna og fara heim eða hvort það eigi að bíða eftir að það stytti upp. Fari menn heim nú mun Sergio Perez á Sauber vera á ráspól, Lewis Hamilton á McLaren í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. Það verður þó að teljast ólíklegt þar sem engin tímamörk eru á því hversu lengi tímataka fyrir kappaktur getur staðið. Stytti ekki upp fyrir myrkur verður tímatökunni frestað fram á morgun. Fordæmi er fyrir því. Það var gert í Japan fyrir nokkrum árum. Tímatakan verður að fara fram og klárast áður en keppt er. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tímatökunni fyrir breska kappaksturinn á Silverstone var frestað vegna úrhellis. Þó regndekkin losi 60 lítra af vatni á sekúndu dugaði það ekki og það var ekkert annað í stöðunni. Ástæðan fyrir því að Formúlu 1 bílar geta ekki ekið í svona mikilli rigningu, eins og götubílar okkar, er að F1 bílar vega aðeins rúmlega 600 kíló, dekkin eru mun breiðari og hæð undirvagnsins frá vegi telur aðeins nokkra millimetra, hugsanlega sentimetra. Fyrsta lota tímatökunnar er búin og þar féll Jenson Button úr leik. Hann mun ræsa átjándi þó tímatökunni verði áfram haldið. Það byrjaði svo að rigna þegar fyrstu lotunni var að ljúka. Sex mínútur eru eftir af annari lotu. Dómarar og mótshaldarar eru nú að velta fyrir sér hvort stöðva megi tímatökuna og fara heim eða hvort það eigi að bíða eftir að það stytti upp. Fari menn heim nú mun Sergio Perez á Sauber vera á ráspól, Lewis Hamilton á McLaren í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. Það verður þó að teljast ólíklegt þar sem engin tímamörk eru á því hversu lengi tímataka fyrir kappaktur getur staðið. Stytti ekki upp fyrir myrkur verður tímatökunni frestað fram á morgun. Fordæmi er fyrir því. Það var gert í Japan fyrir nokkrum árum. Tímatakan verður að fara fram og klárast áður en keppt er.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira