Fótbolti

Katrín skoraði í sigri á Eddu og félögum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Katrín átti góða innkomu í landsleikjum Íslands í undankeppni EM á dögunum.
Katrín átti góða innkomu í landsleikjum Íslands í undankeppni EM á dögunum. Mynd / Daníel
Íslenski landsliðsmaðurinn Katrín Ómarsdóttir var á skotskónum í 4-1 útisgri Kristianstad á Örebro, liði Eddu Garðarsdóttur, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Katrín kom Kristianstad, sem þjálfað er af Elísabetu Gunnarsdóttur, í 2-0 með marki á 28. mínútu. Örebro minnkaði muninn í 3-1 í síðari hálfleik áður en Kristianstad tryggði sér sætan sigur með marki skömmu fyrir leikslok.

Miðvörðurinn Sif Atladóttir lék allan leikinn með fyrirliðabandið hjá Kristianstad. Liðið er komið upp í fjórða sæti deildarinnar eftir gott gengi að undanförnu.

Edda Garðarsdóttir var í liði Örebro sem situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar að loknum ellefu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×