Alonso vann ótrúlegan kappakstur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 24. júní 2012 14:16 Alonso var sáttur með sigurinn á heimavelli. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum. Eftir að Vettel féll úr leik opnaðist kappaksturinn og á tímabili áttu Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen möguleika á sigrinum. Þeir börðust hart um annað sætið sem Raikkönen tók þegar afturdekkin hjá Hamilton misstu allt grip. Hamilton féll þá enn aftar og Pastor Maldonado reyndi að komst fram úr honum. Það endaði þó aðeins með því að Maldonado endaði utan brautar og ók svo inn í hliðina á McLaren-bíl Hamilton. McLaren-bíllinn endaði í vegriðinu og Lewis var brjálaður, eðlilega. Maldonado lauk kappakstrinum í tíunda sæti en á mögulega yfir höfði sér einhverja refsingu. Michael Schumacher varð þriðji í kappakstrinum fyrir Mercedes. Það er fyrsti verðlaunapallur hans síðan hann snéri aftur í Formúlu 1. Síðast stóð hann á pallinum í Kína árið 2006. Hann ætlaði ekki að trúa því þegar hann ók yfir endamarkið. "Ég heyrði í talstöðinni: "Þetta er þriðja sæti", og mín fyrstu viðbrögð voru "Ha?"" sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir mótið. Mark Webber varð fjórði, Nico Hulkenberg fimmti og Nico Rosberg sjötti. Jenson Button á McLaren varð aðeins áttundi og átti mjög erfitt uppdráttar og aldrei séns á að hafa áhrif á toppbaráttuna. Á undan honum var Paul di Resta á Force India. Á meðan Alonso ók frábæran kappakstur gerði liðsfélagi hans ömurlegt mót og endaði sextándi og hring á eftir. Felipe Massa var aðeins á undan HRT-bílunum. Alonso hefur áður unnið kappakstur í ár sem þýðir að fjöldi sigurvegara í ár vex ekki. Þeir eru þó enn sjö í átta mótum sem er algerlega ótrúlegt. Alonso er efstur í stigamóti ökuþóra eftir sigurinn. Mark Webber er annar og Lewis Hamilton þriðji. Hamilton kom til Spánar efstur í stigamótinu. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann ótrúlega viðburðarríkan kappakstur í Valencia á Spáni í dag. Alonso komst í forystu í kappakstrinum eftir að Sebastian Vettel þurfti að hætta vegna vélabilunnar. Alonso grét á verðlaunapallinum þegar þúsundir Spánverja fögnuðu honum. Eftir að Vettel féll úr leik opnaðist kappaksturinn og á tímabili áttu Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen möguleika á sigrinum. Þeir börðust hart um annað sætið sem Raikkönen tók þegar afturdekkin hjá Hamilton misstu allt grip. Hamilton féll þá enn aftar og Pastor Maldonado reyndi að komst fram úr honum. Það endaði þó aðeins með því að Maldonado endaði utan brautar og ók svo inn í hliðina á McLaren-bíl Hamilton. McLaren-bíllinn endaði í vegriðinu og Lewis var brjálaður, eðlilega. Maldonado lauk kappakstrinum í tíunda sæti en á mögulega yfir höfði sér einhverja refsingu. Michael Schumacher varð þriðji í kappakstrinum fyrir Mercedes. Það er fyrsti verðlaunapallur hans síðan hann snéri aftur í Formúlu 1. Síðast stóð hann á pallinum í Kína árið 2006. Hann ætlaði ekki að trúa því þegar hann ók yfir endamarkið. "Ég heyrði í talstöðinni: "Þetta er þriðja sæti", og mín fyrstu viðbrögð voru "Ha?"" sagði Schumacher á blaðamannafundi eftir mótið. Mark Webber varð fjórði, Nico Hulkenberg fimmti og Nico Rosberg sjötti. Jenson Button á McLaren varð aðeins áttundi og átti mjög erfitt uppdráttar og aldrei séns á að hafa áhrif á toppbaráttuna. Á undan honum var Paul di Resta á Force India. Á meðan Alonso ók frábæran kappakstur gerði liðsfélagi hans ömurlegt mót og endaði sextándi og hring á eftir. Felipe Massa var aðeins á undan HRT-bílunum. Alonso hefur áður unnið kappakstur í ár sem þýðir að fjöldi sigurvegara í ár vex ekki. Þeir eru þó enn sjö í átta mótum sem er algerlega ótrúlegt. Alonso er efstur í stigamóti ökuþóra eftir sigurinn. Mark Webber er annar og Lewis Hamilton þriðji. Hamilton kom til Spánar efstur í stigamótinu.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira