Pastor Maldonado á Williams hefur verið refsað fyrir að aka inn í hlið Lewis Hamilton í kappakstrinum í Valencia fyrr í dag. Tuttugu sekúntum hefur verið bætt við tíma hans og fellur Maldonado því úr tíunda sæti í það tólfta.
Maldonado hefur sagt að hann telji að Hamilton hafi verið um að kenna að svo fór. "Ég veit ekki afhverju hann ók svona," sagði Maldonado. "Hann var í of miklum vandræðum með dekkin. Á þessum tímapunkti var ég að ná góðum tímum. Hann reyndi svo mjög gróflega að komast fram úr."
Liðsfélagi Maldonado hjá Williams, Bruno Senna, færist í tíunda sætið og tekur síðasta stigið í mótinu. Þetta hefur engin áhrif á stigastöðuna í heimsmeistarakeppninni.
Formúla 1