ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson setti persónulegt met í fyrstu greininni í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum íþróttum þegar hann hljóp 100 metra hlaup á 11,11 sekúndum. Einar Daði er í 15. sæti eftir fyrstu grein.
Einar Daði fékk 836 stig fyrir hlaupið en hann varð í 3. sæti í sínum riðli og meðal annars átta sekúndubrotum á undan Roman Serbrle frá Tékklandi.
Einar Daði fékk 808 og 810 stig í fyrstu grein á fyrri tugþrautarmótum sínum á þessu ári og er því þegar búinn að ná í tæplega 30 fleiri stig en í sínum bestu þrautum á ferlinum.
Næsta grein Einars Daða er langstökk en sú grein hefst klukkan 7.35.

