

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir vann fyrstu verðlaun Íslands á EM fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi í dag þegar hún krækti í bronsverðlaun í langstökki. Matthildur Ylfa hafði fyrr um daginn endaði í 8. sæti í 200 metra hlaupi.
Helgi Sveinsson varð í fjórða sæti í flokki T42 á Evrópumóti fatlaðra sem hófst í Hollandi í gær. Helgi hljóp á tímanum 14,41 sekúnda en vindur mældist 2,3 m/s og fékkst nýtt Íslandsmet því ekki staðfest.
Hulda Sigurjónsdóttir setti nýtt Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F20 á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Stadskanaal í Hollandi. Hulda kastaði kúlunni 9,04 metra og bætti eigið Íslandsmet um fjóra sentimetra.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.