Hamilton fær ekki góðærissamning aftur Birgir Þór Harðarson skrifar 13. júní 2012 06:00 Hamilton er örugglega þakklátur Ron Dennis sem hefur styrkt hann fjárhagslega í gegnum allan kappakstursferilinn. nordicphotos/afp Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég." Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, er á ofurlaunum hjá liðinu en samningur hans rennur út í lok árs. Þá vandast málið fyrir McLaren sem hefur ekki efni á að bjóða honum sömu laun og hann samdi um árið 2007. Ron Dennis, fyrrverandi liðstjóri McLaren í Formúlu 1 og núverandi forstjóri McLaren Group, segir stöðuna gríðarlega flókna. "Við erum að nálgast enda samnings sem var gerður þegar efnahagurinn var nokkuð betri. Nú þurfum við að jafna launin hans út." McLaren Group rekur meðal annars McLaren-liðið í Formúlu 1 og framleiðir McLarenF1 sportbílana vinsælu. "Hann mun auðvitað líta í kringum sig og við munum líta á þá ökumenn sem eru mögulegir. En þegar allt kemur til alls vona ég að staðreyndin að hann hafi verið samningsbundinn McLaren allan sinn ökumannsferil vegi þyngra en annað." Dennis er maðurinn sem uppgvötaði Hamilton fyrir aldamót. Hamilton ók þá í neðri deildum mótorsportsins í Evrópu og taldi Dennis hann svo efnilegann að hann ákvað að borga undir ferilinn hans. Það gekk eftir og Hamilton komst í Formúlu 1 hjá McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari ári síðar. "Við borgum honum mjög mikið," bætti Dennis við. "Hann fær allavega meira borgað en ég."
Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira