Sex laxar komnir á land í Blöndu Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:15 Frá veiðinni í Blöndu í morgun. Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka. Stangveiði Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka.
Stangveiði Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði