Sex laxar komnir á land í Blöndu Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:15 Frá veiðinni í Blöndu í morgun. Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka. Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka.
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði