Sex laxar komnir á land í Blöndu Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:15 Frá veiðinni í Blöndu í morgun. Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka. Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði
Sex laxar veiddust á fyrri vaktinni í Blöndu í dag. Fiskarnir hafa allir verið mjög vænir eða frá 10 og upp í 17 pund. Stefán Páll Ágústsson, hjá Lax-Á, segist ánægður með byrjunina. Ekki síst í ljósi þess að nýtt opnunarholl sé við veiðar og það sé oft barningur að ná fiski í Blöndu í byrjun veiðitímabilsins. Hann segir að flestir laxanna hafa verið veiddir á maðk en einhverjir hafi þó veiðst á flugu. Fremur kalt var í veðri við Blöndu í morgun eða um 4 til 5 stiga hiti. Þá var frekar lítið vatn í ánni fyrir hádegi en Stefán Páll á von á því að það breytist á seinni vaktinni. Með auknu rennsli komi hreyfing á fiskinn og hann verði viljugri til að taka.
Stangveiði Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Ytri Rangá ennþá á toppnum Veiði