Snjallsímar orðnir plága á golfmótum 6. júní 2012 19:45 Mickelson kann því illa að vera myndaður eins og þarna er gert. Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira