Formúla 1

Webber pirraður á ólögmæti Red Bull-bílsins

Birgir Þór Harðarson skrifar
Webber er pirraður á því að vera eiginlega sakaður um svindl í Mónakó kappakstrinum.
Webber er pirraður á því að vera eiginlega sakaður um svindl í Mónakó kappakstrinum. nordicphotos/afp
Mark Webber er óánægður með að hafa unnið Mónakó kappakstuirnn á ólöglegum bíl. FIA hefur komist að niðurstöðu um að göt á gólfi bílsins voru ólögleg.

Mikil umræða myndaðist um útfærslu Red Bull liðsins á bíl sínum fyrir kappaksturinn í Mónakó og töldu önnur líð að bíllinn hafi verið ólöglegur.

Ákvörðun FIA gildir aðeins fyrir komandi mót og hefur ekki áhrif á úrslitin í Mónakó. Webber finnst það ósanngjarnt að FIA skuli taka slíka ákvörðun. "Það mun enginn trúa því en við höfðum þegar tekið ákvörðun um að nota ekki "holurnar" í kappakstrinum í Valencia," sagði hann á blaðamannafundi í Kanada í dag.

"Ég hefði ekki tekið eftir því hvort gólf bílsins væri gatað eða ekki," sagði Webber og benti á að áhrif útfærslunnar hefðu ekki verið mikil.


Tengdar fréttir

Red Bull-bíllinn til skoðunar hjá FIA

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) mun í vikunni reyna að komast að niðurstöðu um hvort umdeild hönnun á gólfi Red Bull-bílsins í Mónakó sé lögleg eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×