Fótbolti

Kristín Ýr og Hólmfríður áfram á skotskónum með Avaldsnes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Hag
Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk og Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eitt mark þegar Avaldsnes vann 7-2 stórsigur á Fortuna Ålesund í norsku b-deildinni í fótbolta í gær.

Avaldsnes lenti 0-2 undir eftir 23 mínútur en svaraði með fjórum mörkum fyrir hlé og þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleik.

Kristín Ýr skoraði jöfnunarmarkið á 27. mínútu og svo fimmta markið á 61. mínútu. Hólmfríður innsiglaði sigurinn á 74. mínútu leiksins en hún skoraði þrennu í sigri á Kongsvinger í leiknum á undan.

Íslensku landsliðskonurnar hafa nú saman skorað 13 af 18 deildarmörkum liðsins á tímabilinu, Hólmfríður er búin að skora sjö mörk og Kristín Ýr hefur skorað 6 mörk.

Avaldsnes hefur unnið 5 af 6 leikjum sínum í sumar og er með með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×