Sport

Ingibjörg Kristín náði tíunda sætinu í 50 metra baksundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í úrslitasundið í 50 metra baksundi á EM í 50 metra laug í Ungvherjalandi en hún synti á 29,14 sekúndum í undanúrslitasundinu og var 30/100 frá því að komast í úrslitin. Ingibjörg varð í 10. sæti af 16 keppendum í undanúrslitum.

Ingibjörg Kristín bætti sig frá því í undanriðlinum í morgun en hún synti þá á 29.23 sekúndum og varð tólfta inn í undanúrslitin.

Sarah Blake Bateman á Íslandsmetið í þessari grein sem er 29.00 sekúndur en hún setti það í apríl á Íslandsmeistaramótinu í sundi.

„Ég er alveg sátt þótt að ég hefði viljað fara hraðar en ég fór þó hraðar en í morgun. Það má ekkert klikka í svona stuttu sundi og þetta þarf allt að vera fullkomið. Þetta var svolítið erfitt síðustu metrana," sagði Ingibjörg í viðtali á vegum Sundsambands Íslands en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×