Frábær akstur hjá Rosberg en ólánið elti Schumacher Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 16:42 Rosberg ásamt Bastian Schweinsteiger en þýska knattspyrnulandsliðið fylgdist með í Mónakó. Nordic Photos / Getty Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher. Formúla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Liðsfélagarnir og Þjóðverjarnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes áttu ólíku gengi að fagna í Mónakó-kappakstrinum í dag. Rosberg var annar á ráspól og keyrði því sem næst óaðfinnanlega. Rosberg andaði ofan í hálsmálið á forystusauðinum Mark Webber allt til loka en fann aldrei leiðina framhjá Ástralanum. „Það er frábær tilfinning að komast á verðlaunapall á heimavelli hér í Mónakó fyrir framan fjölskyldu mína og vini," sagði Rosberg sem hrósaði teymi Mercedes-liðsins. „Teymið stóð sig frábærlega að koma bílnum í frábært ástand fyrir keppnina. Við töldum alltaf að brautin myndi henta bifreiðinni vel en það gekk enn betur en við þorðum að vona," sagði Rosberg. Félagi Rosberg, Þjóðverjinn Michael Schumacher, þurfti að draga sig úr keppni þegar 13 hringjum var ólokið vegna bilunar. Schumacher, sem náði bestum tíma í tímatökunni í gær, hóf keppnina í 6. sæti sökum refsingar sem hann hlaut eftir árekstur í Spánarkappakstrinum. Schumacher tapaði mörgum sætum strax í ræsingunni þegar árekstur varð í brautinni. Honum tókst þó að vinna sig upp listann og stefndi í að hann myndi skila stigum í hús þegar bíllinn bilaði. „Ég hélt því fyrir mig en ég stefndi á að komast á verðlaunapall í dag," sagði Schumacher sem stefnir á góðan árangur í næstu keppni eftir tvæ vikur í Kanada. „Brautin ætti að henta okkur vel og ég vonast til þess að geta ekið eðlilega og án áfalla í þeirri keppni," sagði Schumacher.
Formúla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira