Donald efstur á heimslistanum | 120 milljónir kr. fyrir sigurinn 28. maí 2012 12:15 Luke Donald fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Diane og dætrum þeirra Elle og Sophia Ann. Getty Images / Nordic Photos Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira