Hamilton ósáttur við gengi McLaren | vill taka skref fram á við 28. maí 2012 13:00 Lewis Hamilton er ósáttur við gengi McLaren á keppnistímabilinu. Getty Images / Nordic Photos Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari. Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu. Liðsfélagi hans sigraði í Ástralíu fyrir tveimur mánuðum en frá þeim tíma hefur liðið ekki náð eins góðum árangri og búist var við. Hamilton var ósáttur við margt eftir keppnina í Mónakó og hann telur að liðið þurfi að endurskoða margt hjá sér. "Mér líkar það ekki að taka skref til baka á keppnistímabilinu. Ræsingin var ein sú versta hjá okkur í langan tíma, ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Þeir sem voru á undan mér og fyrir aftan í ræsingunni náðu fullkomnu starti en ekki við. Ég var heppinn að lenda ekki í árekstri. Við æfum þessa hluti þúsund sinnum á ári og það á að vera hægt að laga þetta," sagði Hamilton en hann var einnig ósáttur við þann tíma sem McLaren liðið þurfti að nota í þjónustuhléum. Þar telur hann að liðið eigi mikið inni. "Við misstum tíma í þjónustuhléum og ég missti Fernando Alonso og Sebastian Vettel fóru framúr mér í slíkum hléum," bætti Hamilton við. "Við eigum enn eftir að upplifa keppnisviku þar sem ekkert er úrskeiðis." Hamilton var ekki í góðu skapi eftir keppnina í Mónakó og hann kvartaði einnig yfir miðum sem flugu á keppnisbíl hans og byrgðu honum sýn í miðri keppni. Þar voru liðsfélagar hans að gefa honum upp upplýsingar um stöðu hans og tíma, en miðarnir áttu það til að fjúka af skiltunum og fóru einhverjir þeirra í hjálm Hamilton. "Nokkrir miðar fóru beint framan á hjálminn hjá mér og ég sá ekki neitt, þetta var fáránlegt," sagði Hamilton. Ástralinn Mark Webber sem ekur fyrir Red Bull sigraði í Mónakókappakstrinum, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og þriðji varð Fernando Alonso hjá Ferrari.
Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira