Mótið í Mónakó undirbúið - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 28. maí 2012 21:00 Tröllvaxnar snekkjur í tugatali lágu við hafnarbakkann. mynd/biggi Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi Formúla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi
Formúla Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira