Hamilton á ráspól á Spáni Birgir Þór Harðarson skrifar 12. maí 2012 13:20 Alonso, Hamilton og Maldonado verða fremstir í rásröðinni á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. Heimamaðurinn Fernando Alonso ræsir þriðji í Ferrari-bílnum. Lotus-mennirnir Romain Grosjean og Kimi Raikkönen þar á eftir. Þá ræsir Sergio Perez í sjötta sæti í Sauber-bílnum. Tímatakan var lituð af dekkjavali sem mun hafa mikil áhrif í keppninni á morgun. Sebastian Vettel og Michael Schumacher settu ekki í tíma í síðustu umferðinni til þess að spara dekkin. Þeir ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Kamui Kobayashi. Sauber-bíll þess síðastnefnda bilaði eftir aðra umferðina og hann gat því ekki ekið í síðustu lotunni. Jenson Button og Mark Webber voru í vandræðum, komust ekki upp úr annari lotu og ræsa í ellefta og tólfta sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir McLaren og Red Bull sem leiða stigamótið og meiga ekki misstíga sig í titilbaráttunni. Felipe Massa var aðeins sautjándi og sat steinrunninn í Ferrari-bílnum þegar úrslitin voru ljós. HRT-bílarnir voru báðir utan 107% reglunnar. Narain Karthikeyan var langt frá en Pedro de la Rosa nokkrum sekúntubrotum frá. Dómarar mótsins munu ákveða hvort annar eða báðir ökumenn fái að keppa þrátt fyrir að vera ekki nógu fljótir. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton krækti í sinn þriðja ráspól í tímatökum fyrir spænska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Hann fór hálfri sekúntu hraðar en Williams-ökuþórinn Pastor Maldonado sem fór nokkuð óvænt annan hraðasta hring í tímatökunum. Heimamaðurinn Fernando Alonso ræsir þriðji í Ferrari-bílnum. Lotus-mennirnir Romain Grosjean og Kimi Raikkönen þar á eftir. Þá ræsir Sergio Perez í sjötta sæti í Sauber-bílnum. Tímatakan var lituð af dekkjavali sem mun hafa mikil áhrif í keppninni á morgun. Sebastian Vettel og Michael Schumacher settu ekki í tíma í síðustu umferðinni til þess að spara dekkin. Þeir ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Kamui Kobayashi. Sauber-bíll þess síðastnefnda bilaði eftir aðra umferðina og hann gat því ekki ekið í síðustu lotunni. Jenson Button og Mark Webber voru í vandræðum, komust ekki upp úr annari lotu og ræsa í ellefta og tólfta sæti. Það verða að teljast vonbrigði fyrir McLaren og Red Bull sem leiða stigamótið og meiga ekki misstíga sig í titilbaráttunni. Felipe Massa var aðeins sautjándi og sat steinrunninn í Ferrari-bílnum þegar úrslitin voru ljós. HRT-bílarnir voru báðir utan 107% reglunnar. Narain Karthikeyan var langt frá en Pedro de la Rosa nokkrum sekúntubrotum frá. Dómarar mótsins munu ákveða hvort annar eða báðir ökumenn fái að keppa þrátt fyrir að vera ekki nógu fljótir.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira