Dekkin gera leikinn lotterí Birgir Þór Harðarson skrifar 19. maí 2012 06:00 Dietrich Mateschitz á Red Bull-liðið og er ósáttur. nordicphotos/afp Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur. Fimm ökuþórar hjá fimm mismunandi liðum hafa sigrað í fyrstu fimm mótum ársins. En þó Mateschitz gerir sér grein fyrir því að jöfn keppni sé frábær fyrir áhugmenn þá finnst honum dekkin gera leikinn heldur ósanngjarnan. „Augljóslega hafa reglubreytingarnar breytt hlutunum á undirbúningstímabilinu og liðin eru jafnari sem aldrei fyrr," sagði Matesichitz. „En allir virðast þurfa að læra upp á nýtt hvernig vinna á keppnir. Þetta er orðið einskonar lotterí." „Ég held að enginn skilji hvernig dekkin virka." Hann segir þó að Lotus-liðið sé að koma sér á óvart með frammistöðu sinni í ár. Þar hefur Kimi Raikkönen farið fremstur í flokki. „Ég trúði því að Kimi hafi haft hraða til að vinna mótið í Barein. Spurningin er bara sú hvort það sé liðinu mögulegt að halda í við tækniframarir annarra liða." Kimi deilir ekki skoðun Matesichitz á dekkjunum. Hann segir að of mikið veður hafi verið gert úr áhrifum dekkjana á röðun ökumanna í mótum ársins. „Ég held að eðli Formúlu 1 sé ekki öðruvísi vegna dekkjanna," sagði Kimi. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eigandi Red Bull orkudrykkjaframleiðandans, Dietrich Mateschitz, segir frábært upphaf Formúlu 1 vertíðarinnar hafa snúið keppninni upp í lotterí fyrir liðin. Umdeild Pirelli-dekkin eru þar helsti áhrifavaldur. Fimm ökuþórar hjá fimm mismunandi liðum hafa sigrað í fyrstu fimm mótum ársins. En þó Mateschitz gerir sér grein fyrir því að jöfn keppni sé frábær fyrir áhugmenn þá finnst honum dekkin gera leikinn heldur ósanngjarnan. „Augljóslega hafa reglubreytingarnar breytt hlutunum á undirbúningstímabilinu og liðin eru jafnari sem aldrei fyrr," sagði Matesichitz. „En allir virðast þurfa að læra upp á nýtt hvernig vinna á keppnir. Þetta er orðið einskonar lotterí." „Ég held að enginn skilji hvernig dekkin virka." Hann segir þó að Lotus-liðið sé að koma sér á óvart með frammistöðu sinni í ár. Þar hefur Kimi Raikkönen farið fremstur í flokki. „Ég trúði því að Kimi hafi haft hraða til að vinna mótið í Barein. Spurningin er bara sú hvort það sé liðinu mögulegt að halda í við tækniframarir annarra liða." Kimi deilir ekki skoðun Matesichitz á dekkjunum. Hann segir að of mikið veður hafi verið gert úr áhrifum dekkjana á röðun ökumanna í mótum ársins. „Ég held að eðli Formúlu 1 sé ekki öðruvísi vegna dekkjanna," sagði Kimi.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira