Sport

Alexander Dale Oen einn besti sundmaður heims er látinn

Alexander Dale Oen, einn besti sundmaður heims, er látinn en hann var aðeins 26 ára gamall.
Alexander Dale Oen, einn besti sundmaður heims, er látinn en hann var aðeins 26 ára gamall. Getty Images / Nordic Photos
Alexander Dale Oen, einn besti sundmaður heims, er látinn en hann var aðeins 26 ára gamall. Oen fannst meðvitundarlaus í sturtuklefa á hótelherbergi eftir æfingu norska landsliðsins í Flagstaff í Bandaríkjunum. Læknateymi norska landsliðsins hófu strax endurlífgun en sundmaðurinn var úrskurðaður látinn kl. 21.00 að staðartíma í gær.

Oen er eini sundmaðurinn frá Noregi sem hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum en hann fékk silfurverðlaun í 100 metra bringusundi. Oen var í góðum samskiptum við íslenskt sundfólk og var hann nýverið við æfingar hér á landi.

Dánarorsök sundmannsins eru óljós en hann hafði glímt við meiðsli á undanförnum mánuðum en stefndi á að landa verðlaunum á ÓL í London í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×