Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá 9. maí 2012 14:16 Við Ármótin í Breiðdalsá. Strengir Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja. Vegna kulda hefur lítið verið reynt að veiða í Breiðdalsá í vor en samkvæmt frétt Strengja lét Heimir Karlsson, gamalreyndur leiðsögumaður við ána, sig hafa kuldann. Hann uppskar þrjár bleikjur, ein var 54 sentímetrar, ein 50 en sú þriðja var eitthvað minni. "Varð hann var við fleiri fiska sem náðu ekki að taka almennilega. En allavega góðar fréttir að bleikjan er mætt á svæðið," segir í frétt Strengja. Ennfremur segir: "... það voru óvænt að losna stangir á topptíma í ágúst á laxasvæðum í ánni, þar er um að ræða stangir 4. - 7. ágúst, 19. -22. ágúst og 22. -25. ágúst eins og sjá má á vefnum." Þá er sjálfsagt að benda á það að Sjónvarpið mun næstu þrjá miðvikudaga sýna mynd þeirra bræðra Gunnars Helgasonar og Ásmundar Helgasonar „Leitin að stórlaxinum." Í myndinni eru meðal annars myndskeið frá Breiðdalsá. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði
Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja. Vegna kulda hefur lítið verið reynt að veiða í Breiðdalsá í vor en samkvæmt frétt Strengja lét Heimir Karlsson, gamalreyndur leiðsögumaður við ána, sig hafa kuldann. Hann uppskar þrjár bleikjur, ein var 54 sentímetrar, ein 50 en sú þriðja var eitthvað minni. "Varð hann var við fleiri fiska sem náðu ekki að taka almennilega. En allavega góðar fréttir að bleikjan er mætt á svæðið," segir í frétt Strengja. Ennfremur segir: "... það voru óvænt að losna stangir á topptíma í ágúst á laxasvæðum í ánni, þar er um að ræða stangir 4. - 7. ágúst, 19. -22. ágúst og 22. -25. ágúst eins og sjá má á vefnum." Þá er sjálfsagt að benda á það að Sjónvarpið mun næstu þrjá miðvikudaga sýna mynd þeirra bræðra Gunnars Helgasonar og Ásmundar Helgasonar „Leitin að stórlaxinum." Í myndinni eru meðal annars myndskeið frá Breiðdalsá.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Boðið í veiði í Hlíðarvatni 12. júní Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði