Vettel fremstur á ráslínu í Barein Birgir Þór Harðarson skrifar 21. apríl 2012 12:29 Vettel fékk loksins tækifæri til að setja vísifingurinn, sem við þekkjum svo vel, upp í loft í fyrsta sinn í ár. nordicphotos/afp Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40. Formúla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun. Vettel var einna síðastur til að setja tíma í tímatökunni og setti lang besta tíma helgarinnar. Vettel var orðinn vanur því í fyrra að fara síðastur út og ná besta tíma en gerði það í fyrsta sinn á árinu í dag. "Þetta er ekki búin að vera auðveld byrjun á tímabilinu," sagði Vettel við blaðamenn eftir tímatökuna. "Þetta er liðinu að þakka, ég skuldaði þeim þetta fyrir verkið sem þeir hafa sett í bílinn." Lewis Hamilton á McLaren ræsir annar á ráslínu á undan Mark Webber. Jenson Button ræsir fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes. Rosberg fór aðeins einn tímatökuhring í síðustu lotu tímatökunnar og gerði mistök í hringnum og náði því ekki ráspól eftir að hafa verið fljótastur á æfingum fyrir mótið. Michael Schumacher ræsir kappaksturinn sautjándi á morgun eftir að Mercedes-liðið misreiknaði þróun brautarinnar og möguleika Schumachers. "Afturvængurinn var eitthvað bilaður," sagði goðsögnin við Sky Sports. Jafnvægi bílanna plagaði ökumenn milli tímatökulota. "Það er aldrei gott þegar jafnvægi bílsins er ekki það sama í fyrstu lotu og í þeirri síðustu," sagði Jenson Button eftir tímatökuna. "Brautin var gríðarlega fljót að breytast." Daniel Ricciardo ræsir sjötti í Toro Rosso bíl sínum. Spurður hvað olli miklum mun á honum og liðsfélaga sínum, Jean-Eric Vergne, sagði hann ekki vita það. "Ég hef ekki hugmynd í augnablikinu. Ég kemst örugglega að því á fundinum á eftir." Skotinn ungi, Paul di Resta á Force India, stóð sig frábærlega í tímatökunni og ræsir tíundi á morgun. Force India liðið tók ekki þátt í seinni æfingu keppnisliðanna í gær af öryggisástæðum og árangur þeirra því glæsilegur. Dekkin munu spila gríðarlega stórt hlutverk í kappakstrinum á morgun. Hitinn er mikill í Barein og brautarhitinn óvenju hár svo ökumenn munu keppast við halda þeim eins köldum og hægt er. Kappaksturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 11:40.
Formúla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira