Níu metra pútt fyrir erni tryggði Dufner forystuna | Bubba þreyttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2012 12:30 Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson. Golf Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner setti niður níu metra pútt fyrir erni á 18. holunni á PGA-móti í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Púttið tryggði Dufner eins höggs forystu að loknum tveimur keppnisdögum. Dufner, sem enn er í leit að fyrsta sigri á PGA-móti, spilaði á sjö höggum undir pari í gær og er á tólf höggum undir samanlagt. Dufner var tvívegis hársbreidd frá sigri á PGA-móti á síðasta keppnisári. Hann þurfti hins vegar að sætta sig við tap að loknum bráðabana í bæði skiptin. Skotinn Russel Knox er í öðru sæti á ellefu höggum undir pari líkt og Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Rollins. Luke Donald er nokkrum sætum á eftir efstu mönnum á sex höggum undir pari samanlagt. Bubba Watson slapp í gegnum niðurskurðinnBandaríkjamaðurinn Bubba Watson, sem sigraði á Masters-mótinu á dögunum, hefur ekki náð sér á strik í New Orleans. Watson. Hinn högglangi Watson spilaði hringinn í gær á einu höggi undir pari, líkt og á fyrsta degi, og er samanlagt á tveimur höggum undir pari. Kylfingar með verri árangur sluppu ekki í gegnum niðurskurðinn. „Ég er mjög ánægður (að hafa sloppið í gegnum niðurskurðinn). Ég fæ að spila tvo hringi í viðbót og endurmeta stöðuna," sagði Watson sem sagði Masters-mótið ennþá sitja í sér. „Ég er uppgefinn. Ég hef ekki gefið mér neinn tíma til að fagna sigrinum á Masters-mótinu. Mér gengur ekki nægilega vel að einbeita mér að golfinu fyrir vikið," sagði Watson.
Golf Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira