Samband Hamilton og Button gæti snúist upp í andhverfu sína Birgir Þór Harðarson skrifar 11. apríl 2012 22:30 Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið. Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn McLaren liðsins, þurfa að hafa varan á segir Johnny Herbert dómari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður. Hann telur gott samband liðsfélaganna geta snúist upp í andhverfu sína í ár haldi McLaren áfram að hafa yfirburði. Herbert telur liðsfélagana geta orðið að erkifjendum á brautinni mjög auðveldlega á tímabilinu. Þeir þurfi að passa að keppnisskapið smiti ekki útfyrir bílstjórasætið og eyðileggi þeirra góða persónulega samband. Við vefsíðu breska götublaðsins The Sun segir Herbert að það skipti ökumennina miklu máli hver hafi yfirhöndina því sá fær meiri athygli frá liðinu. "Ég held að helsta barátta Lewis verði við Jenson," sagði Herbert. Lewis og Jenson hefur verið líkt saman við ekki minni menn en Ayrton Senna og Alain Prost sem óku fyrir McLaren árin 1988 og 1989. Liðið hafði gríðarlega yfirburði þá en bardaga Senna og Prost lauk með flugeldasýningu í japanska kappakstrinum 1989. Alain Prost varð heimsmeistari það árið.
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira