Gríðarlegir fjármunir í húfi verði mótinu í Barein aflýst Birgir Þór Harðarson skrifar 12. apríl 2012 21:45 Formúla 1 hefur mikil áhrif á hagkerfið í Barein. nordicphotos/afp Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN flutti í dag fréttir af því hversu dýrt það er fyrir alla aðila sem koma að Formúlu 1 kappakstrinum í Barein. Áætlaðar tekjur auglýsenda af Barein kappakstrinum árið 2010 voru 90 milljónir dollara. Það gera 11,5 milljarða íslenskra króna. Í fyrra var kappakstrinum hinsvegar aflýst og áætlað tekjutap auglýsenda sem hlaust af því er talið hafa verið 95 milljónir dollara. Það gera 12 milljarða íslenskra króna. Ef kappakstrinum er aflýst í ár og þar verður ekki keppt aftur gætu auglýsendur verið að tapa 560 milljónum dollara af auglýsingatekjum næstu fimm ára. Það er rúmur 71 milljarður íslenskra króna. Hagkerfið í Barein verður fyrir meiri áhrifum af Formúlu 1 en nokkurt annað land sem heldur kappakstur. Talið er að hagnaður af kappakstrinum fyrir mótshaldara og hagkerfið í Barein hafi verið um 220 milljónir dollarar árið 2010. Liðin tapa einnig peningum á því að fara ekki til Barein og keppa. Áætlað er að tapað verðlaunafé liðana sé um 44,7 milljón dollarar, sem gera 5,7 milljaraða íslenskra króna og mögulegur sigurvegari mótsins þarf að sjá á eftir 6,3 milljónum dollara. Það eru ríflega 800 milljónir íslenskra króna. Schumacher segist vilja keppaMichael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist vilja fara til Barein og keppa. Þar líði honum vel og hann telji sig vera þar öruggan. "Ég á góða vini þarna og er öruggur," sagði hann. Liðsfélagi hans Nico Rosberg segist ætla að leyfa FIA að taka ákvörðun um þessi mál og blanda sér ekki í þau sjálfur. Mark Webber, ökumaður Red Bull, var andvígur því að fara til Barein í fyrra en telur ástandið betra núna og segist vilja keppa. Þetta væri samt sem áður erfið ákvörðun. "Ég hef reynt að fylgjast með fréttum og reynt að mynda mér raunsæa skoðun á málunum. Ég get það bara ekki því upplýsingarnar sem ég fæ eru flestar falskar. Ef ég hefði val um að keppa myndi ég gera það." Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni. Bandaríska sjónvarpstöðin CNN flutti í dag fréttir af því hversu dýrt það er fyrir alla aðila sem koma að Formúlu 1 kappakstrinum í Barein. Áætlaðar tekjur auglýsenda af Barein kappakstrinum árið 2010 voru 90 milljónir dollara. Það gera 11,5 milljarða íslenskra króna. Í fyrra var kappakstrinum hinsvegar aflýst og áætlað tekjutap auglýsenda sem hlaust af því er talið hafa verið 95 milljónir dollara. Það gera 12 milljarða íslenskra króna. Ef kappakstrinum er aflýst í ár og þar verður ekki keppt aftur gætu auglýsendur verið að tapa 560 milljónum dollara af auglýsingatekjum næstu fimm ára. Það er rúmur 71 milljarður íslenskra króna. Hagkerfið í Barein verður fyrir meiri áhrifum af Formúlu 1 en nokkurt annað land sem heldur kappakstur. Talið er að hagnaður af kappakstrinum fyrir mótshaldara og hagkerfið í Barein hafi verið um 220 milljónir dollarar árið 2010. Liðin tapa einnig peningum á því að fara ekki til Barein og keppa. Áætlað er að tapað verðlaunafé liðana sé um 44,7 milljón dollarar, sem gera 5,7 milljaraða íslenskra króna og mögulegur sigurvegari mótsins þarf að sjá á eftir 6,3 milljónum dollara. Það eru ríflega 800 milljónir íslenskra króna. Schumacher segist vilja keppaMichael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist vilja fara til Barein og keppa. Þar líði honum vel og hann telji sig vera þar öruggan. "Ég á góða vini þarna og er öruggur," sagði hann. Liðsfélagi hans Nico Rosberg segist ætla að leyfa FIA að taka ákvörðun um þessi mál og blanda sér ekki í þau sjálfur. Mark Webber, ökumaður Red Bull, var andvígur því að fara til Barein í fyrra en telur ástandið betra núna og segist vilja keppa. Þetta væri samt sem áður erfið ákvörðun. "Ég hef reynt að fylgjast með fréttum og reynt að mynda mér raunsæa skoðun á málunum. Ég get það bara ekki því upplýsingarnar sem ég fæ eru flestar falskar. Ef ég hefði val um að keppa myndi ég gera það."
Formúla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira