Rosberg langfljótastur í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2012 07:23 Nico Rosberg náði sínum fyrsta ráspól á ferlinum með því að rústa hreinlega keppnautum sínum. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg. Tímatakan hafði verið ótrúlega jöfn framan af og aðeins skildu 0,3 sekúntur fyrstu 17 menn að í annari lotu tímatökunnar. Í síðustu lotunni var Rosberg einna fyrstur út á brautina og setti strax tíma sem enginn virtist eiga séns í. Hringur hans var, eðli málsins samkvæmt, fullkominn. Lewis Hamilton átti annan besta tíma í tímatökunni en skipti um gírkassa í vikunni og fær fímm sæta refsingu á ráslínunni. Það verður því liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher, sem ræsir annar þrátt fyrir að hafa náð þriðja besta tíma. Sauberbíll Kamui Kobayashi verður þriðji á ráslínunni og þar á eftir Lotusbíll Kimi Raikkönen. Jenson Button, liðsfélagi Hamiltons ræsir fimmti, á undan Mark Webber á Red Bull. Lewis ræsir sjöundi. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði ekki upp úr annari lotu tímatökunnar, var þó aðeins sekúntubrotum frá því. Það er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Vettel kemst ekki alla leið í útsláttarkeppninni. "Köldu aðstæðurnar hérna eru góðar fyrir okkur, á meðan hitastigið var að lækka fóru afturdekkin að virka betur," sagði Rosberg á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Schumacher talaði þar um að tími Rosbergs hafi verið "ótrúlegur". Mercedes liðið ræsir í fyrsta sinn í mjög langan tíma fremst í Formúlu 1 kappakstri. Þetta er fyrsti ráspóllinn sem liðið nær eftir að þýski bílaframleiðandinn keypti Bawn liðið, sem urðu heimsmeistarar árið 2009. Útsending frá kappakstrinum hefst í fyrramálið klukkan 6:40 á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira