Sex Íslandsmet féllu í Laugardalnum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 19:36 Sarah Blake Bateman bætti Íslandsmet í tveimur greinum í dag. Mynd/Vilhelm Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson. Sund Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid Sjá meira
Mikið var um að vera á lokadegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 50 m laug sem lauk í Laugardalslauginni í dag. Sex Íslandsmet voru sett í dag. Sarah Blake Bateman setti tvo met, bæði í stuttum vegalengdum. Fyrst í 50 m baksundi kvenna og svo í 50 m flugsundi kvenna en hvorug grein er reyndar keppnisgrein á Ólympíuleikum. Sarah Blake synti 50 m baksundið á sléttum 29 sekúndum og bætti þar með met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur um sjö hundraðshluta úr sekúndu. Ingibjörg varð önnur í greininni. Hún kom svo í mark á 27,32 sekúndum í 50 m flugsundi og bætti þar með met Bryndísar Rúnar Hansen um 0,09 sekúndur. Bryndís Rún keppti í sömu grein og varð önnur á 27,54 sekúndum. Anton Sveinn McKee stórbætti svo eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi. Hann synti á 4:23,64 sekúndum og bætti tveggja vikna gamalt Íslandsmet sitt um tæpar þrjár sekúndur. Árangurinn dugði honum til að ná OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) í greininni en það dugir þó ekki til að tryggja honum sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir bætti svo Íslandsmetið í 400 m fjórsundi kvenna er hún synti á 4:57,46 mínútum og bætti gamla metið um tæpar þrjár sekúndur. Varð hún fyrst íslenskra kvenna til að synda undir fimm mínútum í greininni. Boðssundssveit Ægis stórbætti svo Íslandsmetið í 4x100 m fjórsundi kvenna. Nýja metið er 4:18,19 sekúndur og bæting upp á ríflega átta sekúndur en gamla metið átti sveit Ægis sjálf og var það sett fyrir þremur árum síðan. Í sveit Ægis voru Eygló Ósk Gústafsdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Sigrún Brá Sverrisdóttir. Sveit SH setti svo nýtt Íslandsmet í 4x100 m skriðsundi karla en SH átti einnig gamla metið. Tíminn í dag var 3:33,08 mínútur. Sveitina skipuðu Aron Örn Stefánsson, Orri Freyr Guðmundsson, Árni Guðnason og Kolbeinn Hrafnkelsson.
Sund Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid Sjá meira