Fótbolti

Jafntefli í fjörugum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann, til hægri.
Björn Bergmann, til hægri.
Björn Bergmann Sigurðarson og Pálmi Rafn Pálmason spiluðu báðir allan leikinn fyrir Lilleström sem gerði jafntefli við Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni síðdegis.

Leikurinn var fjörlegur og fyrsta markið kom strax eftir 31 sekúndu. Martin Pusic slapp þá inn fyrir vörn Lilleström og kom gestunum yfir, 1-0.

Björn Bergmann komst tvívegis einn gegn markverði Vålerenga í fyrri háflelik áður en Petter Vaagan Moen jafnaði metin úr vítaspyrnu á 38. mínútu.

Björn Bergmann var allt í öllu í sóknarleik Lilleström í seinni hálfleik og lagði upp tvö mjög góð færi fyrir liðsfélagana sína sem þeim tókst samt ekki að nota.

Hann átti svo sjálfur skot að marki undir lokin og var nálægt því að tryggja sínum mönnum sigurinn.

Lilleström hefur ekki enn unnið leik eftir fjóra leiki á tímabilinu en þetta var þriðja jafnteflið. Liðið er í þrettánda sæti en Vålerenga er í því fjórða með sjö stig.

Veigar Páll Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Vålerenga í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×