Eru þetta allt þröngsýn fífl? Magnús Halldórsson skrifar 17. apríl 2012 15:23 Hvað eiga Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, Paul Krugman, prófessor og Nóbelsverðlaunahafi, Martin Feldstein, efnahagsráðgjafi margra forseta Bandaríkjanna, og Simon Johnson, prófessor við MIT og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sameiginlegt? Þeir eru allir svartsýnir á evruna og segja hana ekki henta mörgum af evruríkjunum 17. Þeir segja hana líka, sem slíka, vera djúpstætt vandamál sem muni aðeins dýpka ef ekkert verður að gert, þ.e. ef evrunni verði ekki kastað út úr þeim löndum þar sem hún hentar ekki fyrir hagkerfin. Það á t.d. við um alla Suður-Evrópu, að þeirra mati. Að öðru leyti eru þeir svo til ósammála um flest, eða aðhyllast ólíkar nálganir að ýmsum hagfræðilegum álitamálum. Sérstaklega á það við um Feldstein og Krugman, sem eru á sitt hvorum pólnum svo að segja, þegar kemur að pólitískum hluta hagfræðinnar. Þá hafa þeir einnig allir látið hafa eftir sér að viðbrögð leiðtoga Evrópuríkja við skuldavandanum séu röng, þar sem þau muni dýpka alvarlegan efnahagsvanda og draga úr hagvexti með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Viðbrögðin hafa falist í samræmdum aðgerðum ESB ríkja um niðurskurð ríkisútgjalda og innri agareglur þar sem ESB getur gripið í taumana er varðar einstök ríki. Þá hefur Evrópski seðlbankinn verið notaður óspart, m.a. með 1000 milljarða evra lánveitingum til banka gegn veði í evrópskum ríkisskuldabréfum. Paul Krugman gengur reyndar langt í pistli sem hann skrifaði á vefsvæði New York Times í gær. Hann lauk pistlinum á eftirfarandi orðum: „Leiðtogar Evrópuríkja virðast staðráðnir í því að keyra efnahagskerfi - og samfélögin - fram af hengibrún. Og allur heimurinn mun líða fyrir það." Ég geri ráð fyrir því að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, afgreiði þetta sem menn, sem þekki ekki íslenskan veruleika og hvers vegna það sé nauðsynlegt að taka upp evruna fyrir Ísland. Þannig hafa flestir virtir erlendir fræðimenn, fjárfestar og ráðgjafar, sem hafa lýst áhyggjum sínum af evrunni og stöðu efnahagsmála í Evrópu - og jafnvel talað um að krónan hafi reynst okkur ákveðinn björgunarhringur eftir hrun fjármálakerfisins - verið afgreiddir. Sérstaklega var þetta áberandi á ráðstefnunni í Hörpu, sl. haust, þegar Paul Krugman komst varla að með sín sjónarmið um að evran væri ekki góður kostur fyrir Ísland, vegna láta í Gylfa, þegar hann var með honum í pallborði. Eitt held ég að sé svo til óumdeilt, þegar kemur að þessum fyrrnefndu erlendu fræðimönnum og fjárfestum: Þetta eru menn með meiri yfirsýn og greiðara aðgengi að upplýsingum um stöðu mála á alþjóðavettvangi á hverjum tíma, m.a. vegna tengsla við valdamenn í stjórnmálum, háskólum, atvinnulífi og seðlabönkum, heldur en forystumenn í íslensku atvinnulífi og íslenskum stjórnmálum. Þess vegna ætti það að vera mikið áhyggjuefni að þessir virtu menn, sem eru venjulega með gjörólíka sýn á mörg álitamál, hafi þessar skoðanir um stöðu peningamála í Evrópusambandinu, sem við erum nú að semja við um aðild. Það má ekki láta þetta sem vind um eyru þjóta, heldur þvert á móti að taka tillit til þessara sjónarmiða í rökræðu um þá kosti sem okkur bjóðast í peningamálum til framtíðar. Það er ekki hægt að útiloka að þessir menn hafi rétt fyrir sér og að þess vegna sé það ekki skynsamlegt fyrir Ísland núna að stefna að upptöku evrunnar. Á sama hátt þurfa þessi sjónarmið ekki að vera útilokun á neinu fyrir okkur. Áherslan þarf augljóslega að vera á tiltekt hér heima fyrir sem gengur að mati margra hægt, og það má til sanns vegar færa að einhverju leyti, einkum þegar kemur að fjárfestingu og uppbyggingu stórra verkefna. Samt sem áður er hagvaxtarspá AGS fyrir þetta ár betri en hjá öllum öðrum Evrópuþjóðum nema Póllandi. Þar verður 2,6 prósent hagvöxtur á þessu ári en 2,4 prósent hér, skv. spánni. Það þarf ekki mikið til þess að hagvöxtur hér á landi verði mun meiri þar sem einstaka stór fjárfesting getur breytt ýmsu, til dæmis ef að kínverskum fjárfesti verður heimilað að byggja hótel á jörð í opinberri eigu upp á hálendi NA-lands og fjárfesta fyrir 30 milljarða króna, eins og hann hefur nánast grátbeðið um að fá að gera. Gangi spá AGS eftir verður atvinnuleysi aðeins minna hjá fimm þjóðum (Þýskaland, Holland, Austurríki, Sviss og Danmörk) á næsta ári heldur en hér á landi en atvinnuleysi verður þá komið niður í sex prósent. (sjá síðu 53 í spánni) Líklega er best að anda með nefinu, einblína á okkar vanda og líta ekki á aðildarumsóknina að ESB sem allsherjarlausn á neinum vandamálum. Sérstaklega ekki sem eitthvert agavald þegar kemur að rekstri ríkisins því þannig er það ekki, hefur ekki verið í Evrópu til þessa, sbr. rekstur hins opinbera í mörgum Evrópulöndum undanfarin ár, og raunar á ekki að vera heldur. Hver þjóð á að vera sinnar gæfu smiður. Þá eru þeir sem segja evruna sem slíka vera efnahagsvandamál Evrópu, ekki endilega fífl, heldur kannski frekar vel upplýstir menn sem hafa hugrekki til þess að viðra skoðanir sínar, þó umdeildar séu, ekki síst meðal stjórnmálamanna í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Hvað eiga Warren Buffett, einn virtasti fjárfestir heims, Paul Krugman, prófessor og Nóbelsverðlaunahafi, Martin Feldstein, efnahagsráðgjafi margra forseta Bandaríkjanna, og Simon Johnson, prófessor við MIT og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sameiginlegt? Þeir eru allir svartsýnir á evruna og segja hana ekki henta mörgum af evruríkjunum 17. Þeir segja hana líka, sem slíka, vera djúpstætt vandamál sem muni aðeins dýpka ef ekkert verður að gert, þ.e. ef evrunni verði ekki kastað út úr þeim löndum þar sem hún hentar ekki fyrir hagkerfin. Það á t.d. við um alla Suður-Evrópu, að þeirra mati. Að öðru leyti eru þeir svo til ósammála um flest, eða aðhyllast ólíkar nálganir að ýmsum hagfræðilegum álitamálum. Sérstaklega á það við um Feldstein og Krugman, sem eru á sitt hvorum pólnum svo að segja, þegar kemur að pólitískum hluta hagfræðinnar. Þá hafa þeir einnig allir látið hafa eftir sér að viðbrögð leiðtoga Evrópuríkja við skuldavandanum séu röng, þar sem þau muni dýpka alvarlegan efnahagsvanda og draga úr hagvexti með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Viðbrögðin hafa falist í samræmdum aðgerðum ESB ríkja um niðurskurð ríkisútgjalda og innri agareglur þar sem ESB getur gripið í taumana er varðar einstök ríki. Þá hefur Evrópski seðlbankinn verið notaður óspart, m.a. með 1000 milljarða evra lánveitingum til banka gegn veði í evrópskum ríkisskuldabréfum. Paul Krugman gengur reyndar langt í pistli sem hann skrifaði á vefsvæði New York Times í gær. Hann lauk pistlinum á eftirfarandi orðum: „Leiðtogar Evrópuríkja virðast staðráðnir í því að keyra efnahagskerfi - og samfélögin - fram af hengibrún. Og allur heimurinn mun líða fyrir það." Ég geri ráð fyrir því að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, afgreiði þetta sem menn, sem þekki ekki íslenskan veruleika og hvers vegna það sé nauðsynlegt að taka upp evruna fyrir Ísland. Þannig hafa flestir virtir erlendir fræðimenn, fjárfestar og ráðgjafar, sem hafa lýst áhyggjum sínum af evrunni og stöðu efnahagsmála í Evrópu - og jafnvel talað um að krónan hafi reynst okkur ákveðinn björgunarhringur eftir hrun fjármálakerfisins - verið afgreiddir. Sérstaklega var þetta áberandi á ráðstefnunni í Hörpu, sl. haust, þegar Paul Krugman komst varla að með sín sjónarmið um að evran væri ekki góður kostur fyrir Ísland, vegna láta í Gylfa, þegar hann var með honum í pallborði. Eitt held ég að sé svo til óumdeilt, þegar kemur að þessum fyrrnefndu erlendu fræðimönnum og fjárfestum: Þetta eru menn með meiri yfirsýn og greiðara aðgengi að upplýsingum um stöðu mála á alþjóðavettvangi á hverjum tíma, m.a. vegna tengsla við valdamenn í stjórnmálum, háskólum, atvinnulífi og seðlabönkum, heldur en forystumenn í íslensku atvinnulífi og íslenskum stjórnmálum. Þess vegna ætti það að vera mikið áhyggjuefni að þessir virtu menn, sem eru venjulega með gjörólíka sýn á mörg álitamál, hafi þessar skoðanir um stöðu peningamála í Evrópusambandinu, sem við erum nú að semja við um aðild. Það má ekki láta þetta sem vind um eyru þjóta, heldur þvert á móti að taka tillit til þessara sjónarmiða í rökræðu um þá kosti sem okkur bjóðast í peningamálum til framtíðar. Það er ekki hægt að útiloka að þessir menn hafi rétt fyrir sér og að þess vegna sé það ekki skynsamlegt fyrir Ísland núna að stefna að upptöku evrunnar. Á sama hátt þurfa þessi sjónarmið ekki að vera útilokun á neinu fyrir okkur. Áherslan þarf augljóslega að vera á tiltekt hér heima fyrir sem gengur að mati margra hægt, og það má til sanns vegar færa að einhverju leyti, einkum þegar kemur að fjárfestingu og uppbyggingu stórra verkefna. Samt sem áður er hagvaxtarspá AGS fyrir þetta ár betri en hjá öllum öðrum Evrópuþjóðum nema Póllandi. Þar verður 2,6 prósent hagvöxtur á þessu ári en 2,4 prósent hér, skv. spánni. Það þarf ekki mikið til þess að hagvöxtur hér á landi verði mun meiri þar sem einstaka stór fjárfesting getur breytt ýmsu, til dæmis ef að kínverskum fjárfesti verður heimilað að byggja hótel á jörð í opinberri eigu upp á hálendi NA-lands og fjárfesta fyrir 30 milljarða króna, eins og hann hefur nánast grátbeðið um að fá að gera. Gangi spá AGS eftir verður atvinnuleysi aðeins minna hjá fimm þjóðum (Þýskaland, Holland, Austurríki, Sviss og Danmörk) á næsta ári heldur en hér á landi en atvinnuleysi verður þá komið niður í sex prósent. (sjá síðu 53 í spánni) Líklega er best að anda með nefinu, einblína á okkar vanda og líta ekki á aðildarumsóknina að ESB sem allsherjarlausn á neinum vandamálum. Sérstaklega ekki sem eitthvert agavald þegar kemur að rekstri ríkisins því þannig er það ekki, hefur ekki verið í Evrópu til þessa, sbr. rekstur hins opinbera í mörgum Evrópulöndum undanfarin ár, og raunar á ekki að vera heldur. Hver þjóð á að vera sinnar gæfu smiður. Þá eru þeir sem segja evruna sem slíka vera efnahagsvandamál Evrópu, ekki endilega fífl, heldur kannski frekar vel upplýstir menn sem hafa hugrekki til þess að viðra skoðanir sínar, þó umdeildar séu, ekki síst meðal stjórnmálamanna í Evrópu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun