Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ætlar að tilkynna í dag um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta var fullyrt á mbl.is seint í gærkvöldi en þar er sagt að hún hafi þegar greint nánustu vinum sínum frá þessari ákvörðun sinni. Þóra hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi og komið einna best út í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið, ef frá er talinn sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson.
Nú þegar hafa fimm tilkynnt um framboð til forseta. Ólafur Ragnar, sem sækist eftir endurkjöri, Ástþór Magnússon, Hannes Bjarnason, Jón Lárusson og Herdís Þorgeirsdóttir.
Þóra sögð ætla að tilkynna um framboð í dag

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent