Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman settu allar Íslandsmet í dag en þær eru allar að keppast við að ná lágmörkum inn á Ólympíuleikanna í London í sumar.
Eygló Ósk Gústafsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á opna spænska meistaramótinu þegar hún synti á 1:02.73 mínútu en sá tími er undir "Invitational Time" á ÓL í London 1:02.95. Eygló Ósk endaði í þriðja sæti í greininni en hún setti jafnframt stúlknamet í þessu sundi. A-Ólympíulagmarkið er 1:00.82 mínúta.
Sarah Blake Bateman setti nýtt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi á Grand Prix móti í Indianapolis í Bandaríkjunum þegar hún synti á 25.44 sekúndum í undanrásum en gamla metið átti hún sjálf sem var 25.52 sekúndur. Þessi tími er líka undir "Invitational Time" á ÓL en A-Ólympíulagmarkið er 25.27 sekúndur.
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið í 200 metra bringusundi annan daginn í röð þegar hún synti á 2.28.77 mínútum og endaði í sjötta sæti á Grand Prix móti í Indianapolis í Bandaríkjunum. Hún setti einnig met í gær þegar hún synti sömu vegalengd a 2.30.66 mínútum. Hrafnhildur bætti því metið um tæpar tvær sekúndur en fyrir þessi tvö sund var Íslandsmet hennar 2.31.39 mínútur.
Hrafnhildur, Eygló og Sarah allar með Íslandsmet í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




