Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Af Vötn og Veiði skrifar 20. mars 2012 10:17 Mynd af www.votnogveidi.is Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159 Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði
Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Í fréttatilkynningu frá ST segir m.a.: „Salmon Tails kynna til sögunnar ósasvæði Laxár á Ásum, tveggja stanga 3 km langt silungaveiðisvæði beint á móti silungasvæði Vatnsdalsár. Svæðið hefur aldrei verið nýtt til stangaveiða en stendur nú til boða frá 1. maí – 20. júní og eftir atvikum 15. ágúst – 11. september. Salmon Tails hafa hafið sölu á veiðileyfum í vorveiðina en hyggjast stíga varlega til jarðar og ef vel gengur munu veiðileyfi í haustveiði standa til boða. Stangardagurinn kostar kr. 15.000,-. Veitt er frá hádegi til hádegis. Gamla veiðihúsið við Laxá á Ásum fylgir með kaupum á veiðileyfum, þar er pláss fyrir 6 manns í óuppábúnum rúmum. Leyfilegt agn er einungis fluga og allt dráp á löxum er bannað. Arnar Jón Agnarsson veitir frekari upplýsingar og selur veiðileyfi í síma 899-3702. Meira á https://www.votnogveidi.is/frettir/almennt/nr/4159
Stangveiði Mest lesið Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Sex laxar á land á fyrsta degi í Laxá í Leirársveit Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði