Alonso býst ekki við framförum í Malasíu Birgir Þór Harðarson skrifar 21. mars 2012 23:15 Alonso er ekki ánægður með bílinn sem Ferrari liðið skaffar honum í ár. Í malargryfjuna fór hann í tímatökum fyrir ástralska kappaksturinn. nordicphotos/afp Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segist ekki gera ráð fyrir að komast mikið ofar í malasíska kappakstrinum en hann gerði í þeim ástralska. Eins og greint hefur verið frá á Ferrari í miklu basli með bíl sinn í ár. Nýjasta árgerð þess rauða hefur alls ekki reynst nógu góður. Alonso býst því ekki við auðveldara móti í Malasíu. "Í Malasíu munum við aftur þurfa að verjast í kappakstrinum," lét Alonso hafa eftir sér á vefsíðu Ferrari. "Það er ekki við neinu öðru að búast því engar uppfærslur verða á bílnum frá því í Melbourne." Alonso lauk kappakstrinum í Ástralíu í fimmta sæti eftir að hafa haldið Pastor Maldonado á Williams bíl fyrir aftan sig síðasta þriðjung keppninar. Þá mun liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Felipe Massa, fá nýjan bíl til umráða í Malasíu. Liðið mun senda þann sem Massa notaði í Ástralíu aftur til Ítalíu svo hægt sé að rannsaka hvað olli virkilega slökum árangri hans í Melbourne.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira