Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í dag sitt eigið Íslandsmet í 200m bringusundi í 50m laug þegar hún synti á 2.30.66 mínútum en gamla metið hennar var 2.31.39 mínútur sem var sett á HM í Róm 2009.
Hrafnhildur er að keppa á Grand Prix í Indianapolis, þar sem flestir af bestu bandarísku sundmönnunum keppa, þar sem þetta er fyrsta Ólympíulágmarkamótið í BNA.
Hrafnhildur mun keppa á laugardaginn í 100m bringusundi og 200m fjórsundi á sunnudaginn.
Stjarnan
Aþena