Formúla 1

Frakkar gætu haldið F1 kappakstur að ári

Franski kappaksturinn gæti snúið aftur á dagatalið í Formúlu 1 á næsta ári. Forsætisráðherra landsins, Francois Fillon, undirbýr tilkynningu þess efnis.

Frakkar hafa ekki haldið kappakstur í Formúlu 1 síðan 2008 þegar mótshaldarar á Magny-Cours brautinni í mið-Frakklandi féllu úr náðinni hjá alráðinum Bernie Ecclestone.

Alráðinum þótti þá franski kappaksturinn ekki uppskera nægilega mikið af peningum. Franska kappakstrinum var því aflýst og mótið flutt út fyrir Evrópu.

Ef fer sem horfir mun Paul Ricard brautin í sunnanverðu landinu halda kappaksturinn að ári. Áður en æfingar og prófanir keppnisliða voru takmarkaðar í Formúlu 1 var Paul Ricard vinsæl æfingabraut. Hún hefur áður haldið franska kappaksturinn, alls 14 sinnum, síðast árið 1990.

Á myndbandinu með fréttinni má sjá Jeremy Clarkson og Karun Chandock gera nokkrar úthugsaðar tilraunir á Paul Ricard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×