Justin Rose landaði fjórða PGA titlinum | Tiger hætti vegna meiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 08:00 Justin Rose tekur vafalítið vænt stökk upp heimslistann eftir sigurinn í gær. Nordic Photos / AFP Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin. Golf Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin.
Golf Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira