Justin Rose landaði fjórða PGA titlinum | Tiger hætti vegna meiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 08:00 Justin Rose tekur vafalítið vænt stökk upp heimslistann eftir sigurinn í gær. Nordic Photos / AFP Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira