Pólitík, viðskipti og höft Magnús Halldórsson skrifar 14. mars 2012 10:04 Allt frá hruni fjármálakerfisins og krónunnar hefur verið ljóst að hér væri neyðarástand vegna þess að aðilar á alþjóðamarkaði í heiminum misstu tiltrú á krónunni sem gjaldmiðli. Peningastefna landsins hefur af þessum sökum verið í uppnámi. Vegna þessarar stöðu hefur ekkert annað verið hægt að gera en að halda uppi fölsku markaðsgengi krónunnar með gjaldeyrishöftum. Þau eru risastórt inngrip í eðlilegt viðskiptalíf og fjármálakerfi. Þau draga úr trúverðugleika til skemmri tíma, en eyða trúverðugleika til lengri tíma, hægt og bítandi. Hversu stórt er vandamálið sem er ástæða haftanna sem nú nýlega voru hert? Í krónum talið er það um 1.000 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósent af árlegri landsframleiðslu, að meðtalinni gjaldeyrisskuld þrotabúanna. Til einföldunar, þá er þetta fé líklegt til þess að fara úr landi, sérstaklega vegna þess að hér er um fáa fjárfestingakosti að ræða, ekki síst vegna þess hve langan tíma tekur að byggja upp markaðsbúskap eftir ruglið á bóluárunum. Hagkerfið er kjaftfullt af krónum en fáum ávöxtunarmöguleikum, og aðstæður til myndunar nýrrar eignabólu í einstökum eignaflokkum eru eins góðar og þær geta verið. Bólueinkennin eru þegar farin að sjást á skuldabréfamarkaði og margt bendir til þess að svipað verði upp á teningnum í fasteignum, einkum minni eignum á höfuðborgarsvæðinu. Frá hruni hafa þingmenn allra flokka vanmetið þetta vandamál og hversu mikil tímasprengja það er fyrir íslenska hagkerfið. Hvað eftir annað opinbera þeir stefnuleysi sitt, rífast eins og börn á leikskóla, og neita að setjast niður og loka sig af til þess að reyna að leysa úr þessari neyðarstöðu sem er uppi þegar kemur að peningastefnu. Ég held að meginþorra fólks sé alveg sama um flokkslínur þegar að þessu kemur og skoðanakannanir benda einnig til þess. Traust á Alþingi mælist lítið sem ekkert þessa dagana. Það ætti að vekja þingmenn til umhugsunar um hvort forgangsröð þeirra kunni að vera röng og hvort þeir kunni að hafa vanrækt skyldur sínar við fólkið í landinu þegar peningastefnan er annars vegar. Pólitík Pólitíska landslagið þegar kemur að viðhorfum til peningastefnu er eitthvað nálægt þessu: Langstærsti hluti VG og heimstjórnararmur Sjálfstæðisflokksins, sem er stærsti hluti hans, vilja halda í krónuna og það sama á við um Framsókn. Þar innan um hafa verið einstaka menn sem vilja taka upp evru og ganga í ESB en flokkurinn hefur fjarlægst þá stefnu. Hjá Sjálfstæðismönnum eru líka þau viðhorf uppi að nauðsynlegt sé að kanna upptöku aðrar myntar og er skemmst að minnast hugmyndar formanns flokksins um að taka upp evru í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eins og auglýst var fyrir kosningarnar 2009. Eitt af vopnum þess hóps sem vill halda í krónuna er Ólafur Ragnar Grímsson í forsetaembættinu, eða það er í það minnsta mín tilfinning. Ólafur Ragnar hefur talað mikið á móti ESB út á við að undanförnu og virðist á því að Ísland geti tryggt stöðu sína í framtíðinni með ríku alþjóðasamstarfi á eigin forsendum, þar á meðal með sjálfstæðri peningastefnu. Þessi hópur skammar oft stjórnvöld, ekki síst forsætisráðherra, fyrir að tala niður krónuna. Það er þó kannski einhver huggun fyrir ráðherrann að það er ekki hægt að tala hana mikið niður í virði heldur en nú, þar sem höftin halda gengi hennar uppi og eru eins og björgunarhringur um hana miðja. Sú staða getur þó ekki varað endalaust. Samfylkingin er síðan að reyna að koma Íslandi inn í ESB og taka upp evru, jafnvel þó fyrir því sé ekki pólitískur meirihluti og litlar líkur séu á að málið verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, sé mið tekið af könnunum. Þar er eitt plan A, sem er að taka upp evru og ganga í ESB, en ekkert plan B, í það minnsta ekki í augsýn. Þess vegna getur Samfylkingin farið í tætlur ef plan A gengur ekki upp. Öll stefna flokksins getur morknað niður ef plan A gengur ekki eftir, eins og miklar líkur eru á. Mér finnst forsvarsmenn flokksins vera að vanmeta þessa stöðu. Liðsmenn VG hafa síðan verið að berjast gegn aðildarumsókn að ESB með mörgum ráðum, sem grefur undan aðildarferlinu, þó samninganefndin sem slík fái vinnufrið. Sá flokkur virðist klofinn í herðar niður, ekki bara þegar kemur að ESB heldur líka ýmsu öðru. Eins og viðhorfs til fjárfestingar erlendis frá. Önnur minni framboð hafa ekki sett fram neitt sem stefna getur talist þegar kemur að peningastefnu. Það er mikil óvissa um hvað þau raunverulega vilja í þeim efnum. Þegar þetta er allt saman tekið blasir við að pólitískur glundroði einkennir umgjörð peningastefnunnar í augnablikinu.Viðskipti Í viðskiptalífinu eru nokkur sjónarmið uppi, eins og gengur, en eitt heyrist furðulega mikið. Það er að það sé hægt að afnema höftin fljótt við núverandi aðstæður. Það hefur m.a. heyrst frá Kauphöll Íslands, án þess að það sé með nokkru móti rökstutt með fullnægjandi hætti eða á það bent hvernig það getur staðist, að fjármagn erlendis frá leiti í hina íslensku krónuáhættu, í stórum stíl, á móti því fjármagni sem fer úr landi þegar höftin eru felld niður. Það sem við blasir er að íslenskt samfélag getur hrunið algjörlega að nýju, í óðaverðbólgu og fjöldagjaldþrotum, ef höftin eru aflögð of hratt. Því miður er það þannig, að trúverðugleiki skráðs markaðar hér á landi er lítill sem enginn, enn sem komið er, og það þarf miklu sterkari ávöxtunarmarkað fyrir fjármagn svo að hingað leiti erlent fé í stórum stíl til ávöxtunar. Á meðan svo er verður ekki annað séð en að höftin séu nauðsynleg til þess að gæta almannahagsmuna, þ.e. til þess að koma í veg fyrir að snjóhengjan brotni yfir landið. Tal um annað er lýðskrum, að því er mér finnst, og bendir til þess að menn séu að vanmeta vandamálið stórlega. Staðreyndin er sú að hið risavaxna bankakerfi sem hér var, og óhjákvæmilega hrundi, er enn að valda okkur vandræðum, núna vegna gjaldeyrisskuldar þrotabúanna, þar sem um 80 til 90 prósent kröfuhafa eru erlendir. Eins og með margt annað er við kemur fjármálaáfallinu hér fyrir þremur og hálfu ári þá er þetta fordæmalaus staða. Það er að útgreiðslur úr þremur þrotabúum fyrirtækja til kröfuhafa ógni fjármálastöðugleika landsins.Höft Allir eru vitaskuld á móti höftum, sem eru fáránleg í daglegu lífi og rekstri fyrirtækja. En þetta er neyðarúrræði vegna neyðaraðstæðna sem bankahrunið og vaxtamunaviðskipti komu okkur í. Vandamálið er raunverulegt og fer vaxandi og það liggur ekki fyrir nægilega trúverðug áætlun til þess að leysa það, að því er manni sýnist. Það er ekki raunhæft eða sanngjarnt að ætla lífeyrissjóðunum að selja eignir sínar erlendis til þess að leysa hluta þessa vandamáls. Hrunið ætti frekar að kenna þeim að halda í erlendu eignirnar og berjast látlaust fyrir því að fá að fjárfesta meira í útlöndum. Það hefur verið skammarlegt fylgjast með viljaleysi þingmanna þegar kemur að því að setja þetta brýna mál í fyrsta sæti, á undan öðrum málum. Hvernig myndi gengisvísitalan vera án hafta? 600 í stað 225? Eða 400? Við hve mikla veikingu til viðbótar ræður hagkerfið? Getur verið að töluverður jákvæður vöruskiptajöfnuður skipti litlu sem engu vegna þess hve þungir gjalddagar eru á erlendum lánum sveitarfélaga og fyrirtækja á næstu árum? Eru fjármagnshreyfingarnar ekki óhagstæðar, jafnvel með höftin? Getur verið að krónan geti aldrei orðið að markaðsvöru án hafta aftur? Hvert á skiptigengi krónunnar að vera komi til upptöku annarrar myntar? Þetta er hluti af mikilvægum spurningum sem þarf að svara, eða í það minnsta að gera tilraunir til þess út frá gefnum forsendum.Lausnir Því miður er ekki til einföld lausn á vandamálinu. Best væri að fá góða leiðsögn, með sviðsmyndum, um hvað sé mögulega hægt að gera og á hve löngum tíma. Þar má allt vera undir, s.s einhliða upptaka nýrrar myntar, innganga í myntbandalag Evrópu eða áframhald með krónu. Aðalatriðið er að fá skýrari leiðsögn úr vandanum og meiri og dýpri samantekt á upplýsingum. Það skiptir ekki síst mál fyrir fjölmiðlaumræðu en eins og á henni sést þá eru uppi mörg og ólík sjónarmið í þessum efnum. Slík vinna myndi einnig hjálpa þingmönnum að forgangsraða í málflutningi sínum og skilja hversu mikið er í húfi og að höftin snúist ekki um sósíalista í seðlabankanum eins og stundum er sagt. Vandamálið snýst ekki síst um að þingmenn virðast ekki átta sig á hversu stórt það er og þá verður til pólitísk áhætta í efnahagslífinu sem ekki er aðeins bundin við stjórnvöld hverju sinni. Varðandi skoðun á peningastefnunni ættu menn einnig að horfa til þess vaxandi vandamáls sem lokun hagkerfisins er, ekki aðeins fyrir lífeyrissjóðakerfið heldur einnig fyrir sveitarfélög og fyrirtæki sem þurfa að endurfjármagna skuldir sínar og styrkja fjárhaginn. Varðandi þessi mál þarf að horfa út fyrir boxið og reyna að skoða hvernig megi virkja fjármagn með jákvæðari hætti. Bankarnir bera mikla ábyrgð á að reyna að finna hagkvæmar og skynsamlegar útlánaleiðir til þess að efla efnahag landsins og styðja við hagvöxt, en það gerir hið opinbera líka. Það getur t.d. selt lífeyrissjóðum 40 prósent hlut í Landsvirkjun og hjálpað þeim þannig að verja eignir sjóðfélaga með dollara-eign, og um leið styrkt fjárhagsstöðu ríkisins. Þetta er raunhæf leið og ætti að vera óumdeild, þar sem fyrirtækið helst í almannaeigu að fullu en verður fjárhagslega sterkara fyrir vikið. Tíminn vinnur ekki með okkur í þessum málum. Því fyrr sem vandamálið er tæklað málefnalega, því betra. Ef ekkert verður að gert blasir við haftabúskapur, til langrar framtíðar, með tilheyrandi leiðindum fyrir fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Allt frá hruni fjármálakerfisins og krónunnar hefur verið ljóst að hér væri neyðarástand vegna þess að aðilar á alþjóðamarkaði í heiminum misstu tiltrú á krónunni sem gjaldmiðli. Peningastefna landsins hefur af þessum sökum verið í uppnámi. Vegna þessarar stöðu hefur ekkert annað verið hægt að gera en að halda uppi fölsku markaðsgengi krónunnar með gjaldeyrishöftum. Þau eru risastórt inngrip í eðlilegt viðskiptalíf og fjármálakerfi. Þau draga úr trúverðugleika til skemmri tíma, en eyða trúverðugleika til lengri tíma, hægt og bítandi. Hversu stórt er vandamálið sem er ástæða haftanna sem nú nýlega voru hert? Í krónum talið er það um 1.000 milljarðar króna eða sem nemur 66 prósent af árlegri landsframleiðslu, að meðtalinni gjaldeyrisskuld þrotabúanna. Til einföldunar, þá er þetta fé líklegt til þess að fara úr landi, sérstaklega vegna þess að hér er um fáa fjárfestingakosti að ræða, ekki síst vegna þess hve langan tíma tekur að byggja upp markaðsbúskap eftir ruglið á bóluárunum. Hagkerfið er kjaftfullt af krónum en fáum ávöxtunarmöguleikum, og aðstæður til myndunar nýrrar eignabólu í einstökum eignaflokkum eru eins góðar og þær geta verið. Bólueinkennin eru þegar farin að sjást á skuldabréfamarkaði og margt bendir til þess að svipað verði upp á teningnum í fasteignum, einkum minni eignum á höfuðborgarsvæðinu. Frá hruni hafa þingmenn allra flokka vanmetið þetta vandamál og hversu mikil tímasprengja það er fyrir íslenska hagkerfið. Hvað eftir annað opinbera þeir stefnuleysi sitt, rífast eins og börn á leikskóla, og neita að setjast niður og loka sig af til þess að reyna að leysa úr þessari neyðarstöðu sem er uppi þegar kemur að peningastefnu. Ég held að meginþorra fólks sé alveg sama um flokkslínur þegar að þessu kemur og skoðanakannanir benda einnig til þess. Traust á Alþingi mælist lítið sem ekkert þessa dagana. Það ætti að vekja þingmenn til umhugsunar um hvort forgangsröð þeirra kunni að vera röng og hvort þeir kunni að hafa vanrækt skyldur sínar við fólkið í landinu þegar peningastefnan er annars vegar. Pólitík Pólitíska landslagið þegar kemur að viðhorfum til peningastefnu er eitthvað nálægt þessu: Langstærsti hluti VG og heimstjórnararmur Sjálfstæðisflokksins, sem er stærsti hluti hans, vilja halda í krónuna og það sama á við um Framsókn. Þar innan um hafa verið einstaka menn sem vilja taka upp evru og ganga í ESB en flokkurinn hefur fjarlægst þá stefnu. Hjá Sjálfstæðismönnum eru líka þau viðhorf uppi að nauðsynlegt sé að kanna upptöku aðrar myntar og er skemmst að minnast hugmyndar formanns flokksins um að taka upp evru í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, eins og auglýst var fyrir kosningarnar 2009. Eitt af vopnum þess hóps sem vill halda í krónuna er Ólafur Ragnar Grímsson í forsetaembættinu, eða það er í það minnsta mín tilfinning. Ólafur Ragnar hefur talað mikið á móti ESB út á við að undanförnu og virðist á því að Ísland geti tryggt stöðu sína í framtíðinni með ríku alþjóðasamstarfi á eigin forsendum, þar á meðal með sjálfstæðri peningastefnu. Þessi hópur skammar oft stjórnvöld, ekki síst forsætisráðherra, fyrir að tala niður krónuna. Það er þó kannski einhver huggun fyrir ráðherrann að það er ekki hægt að tala hana mikið niður í virði heldur en nú, þar sem höftin halda gengi hennar uppi og eru eins og björgunarhringur um hana miðja. Sú staða getur þó ekki varað endalaust. Samfylkingin er síðan að reyna að koma Íslandi inn í ESB og taka upp evru, jafnvel þó fyrir því sé ekki pólitískur meirihluti og litlar líkur séu á að málið verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, sé mið tekið af könnunum. Þar er eitt plan A, sem er að taka upp evru og ganga í ESB, en ekkert plan B, í það minnsta ekki í augsýn. Þess vegna getur Samfylkingin farið í tætlur ef plan A gengur ekki upp. Öll stefna flokksins getur morknað niður ef plan A gengur ekki eftir, eins og miklar líkur eru á. Mér finnst forsvarsmenn flokksins vera að vanmeta þessa stöðu. Liðsmenn VG hafa síðan verið að berjast gegn aðildarumsókn að ESB með mörgum ráðum, sem grefur undan aðildarferlinu, þó samninganefndin sem slík fái vinnufrið. Sá flokkur virðist klofinn í herðar niður, ekki bara þegar kemur að ESB heldur líka ýmsu öðru. Eins og viðhorfs til fjárfestingar erlendis frá. Önnur minni framboð hafa ekki sett fram neitt sem stefna getur talist þegar kemur að peningastefnu. Það er mikil óvissa um hvað þau raunverulega vilja í þeim efnum. Þegar þetta er allt saman tekið blasir við að pólitískur glundroði einkennir umgjörð peningastefnunnar í augnablikinu.Viðskipti Í viðskiptalífinu eru nokkur sjónarmið uppi, eins og gengur, en eitt heyrist furðulega mikið. Það er að það sé hægt að afnema höftin fljótt við núverandi aðstæður. Það hefur m.a. heyrst frá Kauphöll Íslands, án þess að það sé með nokkru móti rökstutt með fullnægjandi hætti eða á það bent hvernig það getur staðist, að fjármagn erlendis frá leiti í hina íslensku krónuáhættu, í stórum stíl, á móti því fjármagni sem fer úr landi þegar höftin eru felld niður. Það sem við blasir er að íslenskt samfélag getur hrunið algjörlega að nýju, í óðaverðbólgu og fjöldagjaldþrotum, ef höftin eru aflögð of hratt. Því miður er það þannig, að trúverðugleiki skráðs markaðar hér á landi er lítill sem enginn, enn sem komið er, og það þarf miklu sterkari ávöxtunarmarkað fyrir fjármagn svo að hingað leiti erlent fé í stórum stíl til ávöxtunar. Á meðan svo er verður ekki annað séð en að höftin séu nauðsynleg til þess að gæta almannahagsmuna, þ.e. til þess að koma í veg fyrir að snjóhengjan brotni yfir landið. Tal um annað er lýðskrum, að því er mér finnst, og bendir til þess að menn séu að vanmeta vandamálið stórlega. Staðreyndin er sú að hið risavaxna bankakerfi sem hér var, og óhjákvæmilega hrundi, er enn að valda okkur vandræðum, núna vegna gjaldeyrisskuldar þrotabúanna, þar sem um 80 til 90 prósent kröfuhafa eru erlendir. Eins og með margt annað er við kemur fjármálaáfallinu hér fyrir þremur og hálfu ári þá er þetta fordæmalaus staða. Það er að útgreiðslur úr þremur þrotabúum fyrirtækja til kröfuhafa ógni fjármálastöðugleika landsins.Höft Allir eru vitaskuld á móti höftum, sem eru fáránleg í daglegu lífi og rekstri fyrirtækja. En þetta er neyðarúrræði vegna neyðaraðstæðna sem bankahrunið og vaxtamunaviðskipti komu okkur í. Vandamálið er raunverulegt og fer vaxandi og það liggur ekki fyrir nægilega trúverðug áætlun til þess að leysa það, að því er manni sýnist. Það er ekki raunhæft eða sanngjarnt að ætla lífeyrissjóðunum að selja eignir sínar erlendis til þess að leysa hluta þessa vandamáls. Hrunið ætti frekar að kenna þeim að halda í erlendu eignirnar og berjast látlaust fyrir því að fá að fjárfesta meira í útlöndum. Það hefur verið skammarlegt fylgjast með viljaleysi þingmanna þegar kemur að því að setja þetta brýna mál í fyrsta sæti, á undan öðrum málum. Hvernig myndi gengisvísitalan vera án hafta? 600 í stað 225? Eða 400? Við hve mikla veikingu til viðbótar ræður hagkerfið? Getur verið að töluverður jákvæður vöruskiptajöfnuður skipti litlu sem engu vegna þess hve þungir gjalddagar eru á erlendum lánum sveitarfélaga og fyrirtækja á næstu árum? Eru fjármagnshreyfingarnar ekki óhagstæðar, jafnvel með höftin? Getur verið að krónan geti aldrei orðið að markaðsvöru án hafta aftur? Hvert á skiptigengi krónunnar að vera komi til upptöku annarrar myntar? Þetta er hluti af mikilvægum spurningum sem þarf að svara, eða í það minnsta að gera tilraunir til þess út frá gefnum forsendum.Lausnir Því miður er ekki til einföld lausn á vandamálinu. Best væri að fá góða leiðsögn, með sviðsmyndum, um hvað sé mögulega hægt að gera og á hve löngum tíma. Þar má allt vera undir, s.s einhliða upptaka nýrrar myntar, innganga í myntbandalag Evrópu eða áframhald með krónu. Aðalatriðið er að fá skýrari leiðsögn úr vandanum og meiri og dýpri samantekt á upplýsingum. Það skiptir ekki síst mál fyrir fjölmiðlaumræðu en eins og á henni sést þá eru uppi mörg og ólík sjónarmið í þessum efnum. Slík vinna myndi einnig hjálpa þingmönnum að forgangsraða í málflutningi sínum og skilja hversu mikið er í húfi og að höftin snúist ekki um sósíalista í seðlabankanum eins og stundum er sagt. Vandamálið snýst ekki síst um að þingmenn virðast ekki átta sig á hversu stórt það er og þá verður til pólitísk áhætta í efnahagslífinu sem ekki er aðeins bundin við stjórnvöld hverju sinni. Varðandi skoðun á peningastefnunni ættu menn einnig að horfa til þess vaxandi vandamáls sem lokun hagkerfisins er, ekki aðeins fyrir lífeyrissjóðakerfið heldur einnig fyrir sveitarfélög og fyrirtæki sem þurfa að endurfjármagna skuldir sínar og styrkja fjárhaginn. Varðandi þessi mál þarf að horfa út fyrir boxið og reyna að skoða hvernig megi virkja fjármagn með jákvæðari hætti. Bankarnir bera mikla ábyrgð á að reyna að finna hagkvæmar og skynsamlegar útlánaleiðir til þess að efla efnahag landsins og styðja við hagvöxt, en það gerir hið opinbera líka. Það getur t.d. selt lífeyrissjóðum 40 prósent hlut í Landsvirkjun og hjálpað þeim þannig að verja eignir sjóðfélaga með dollara-eign, og um leið styrkt fjárhagsstöðu ríkisins. Þetta er raunhæf leið og ætti að vera óumdeild, þar sem fyrirtækið helst í almannaeigu að fullu en verður fjárhagslega sterkara fyrir vikið. Tíminn vinnur ekki með okkur í þessum málum. Því fyrr sem vandamálið er tæklað málefnalega, því betra. Ef ekkert verður að gert blasir við haftabúskapur, til langrar framtíðar, með tilheyrandi leiðindum fyrir fólk og fyrirtæki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun