Formúla 1

HRT fær ekki að keppa í Ástralíu

Birgir Þór Harðarson skrifar
Narain Karthikeyan átti í miklu erfiðleikum með bílinn sem, greinilega, er ekki nógu góður.
Narain Karthikeyan átti í miklu erfiðleikum með bílinn sem, greinilega, er ekki nógu góður. nordicphotos/afp
Hið spænska HRT lið í Formúlu 1 með Pedro de la Rosa og Narain Karthikeyan innanborðs fá ekki að keppa í ástralska kappakstrinum á morgun. Báðir ökumennirnir náðu ekki að setja nógu góða hringtíma í tímatökum.

Dómararnir þrír neituðu ósk HRT um að fá að keppa þó bílar liðsins hafi ekki átt tíma innan 107% af tíma Lewis Hamilton. 107% reglan er sett í öryggisskyni því hægfara bílar í mótinu gætu einfaldlega skapað hættu fyrir aðra ökuþóra.

Það var nokkuð ljóst í upphafi tímatökunnar að erfitt gæti reynst fyrir HRT að komast inn fyrir 107% af besta tíma. Bílarnir voru einfaldlega bara fyrir og eyðilögðu fyrir þó nokkrum ökumönnum á fljúgandi hring.

HRT fær næst séns í Malasíu að viku liðinni.

Þá hefur Sergio Perez verið gefin fimm sæta refsing á ráslínu því Sauber liðið neyddist til að skipta um gírkassa í bíl hans. Hann ræsir því aftastur í 22. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×