Jenson Button vann ástralska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 18. mars 2012 07:48 McLaren-menn eiga virkilega góðan séns í heimsmeistaramótinu í ár. Bílarnir líta vel út. nrodicphotos/afp Jenson Button, á McLaren bíl, fór með sigur af hólmi í ástralska kappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa ræst í sjötta sæti á ráslínunni. Liðsfélagi Button hjá McLaren, Lewis Hamilton, sem ræsti fremstur í mótinu í dag og endaði þriðji. Roman Grosjean ræsti þriðji en náði ekki að ljúka mótinu í Lotus bíl sínum. Síðasti hringurinn í mótinu reyndist dramatískur: Nico Rosberg á Mercedes sem virtist eiga stigasæti víst lenti í vandræðum og krækti ekki í stigin mikilvægu. Paul di Resta á Force India krækti í síðasta sigasætið með því að taka fram úr Jean-Eric Vergne á Toro Rosso eftir síðustu beygju í mótinu. Kimi Raikkönen á Lotus krækti í sjöunda sætið eftir lélega tímatöku í gær. Fernando Alonso sótti sjötta sætið en var undir mikilli pressu frá Pastor Maldonado á Williams bíl þar til Maldonado missti stjórn á bílnum og eyðilagði hann í síðasta hring. "Hver sigur er mikilvægur," sagði Button eftir mótið. "Þetta sýnir bara hversu mikilvægt er að eiga góðan vetur í Formúlunni. Við höfum átt góðan vetur í ár og byrjum með góðan bíl." Vettel var ánægður með sína frammistöðu og sagðist jafnvel hafa átt möguleika á sigri hefði öryggisbílinn ekki komið út í seinni hluta mótsins. Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jenson Button, á McLaren bíl, fór með sigur af hólmi í ástralska kappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð annar eftir að hafa ræst í sjötta sæti á ráslínunni. Liðsfélagi Button hjá McLaren, Lewis Hamilton, sem ræsti fremstur í mótinu í dag og endaði þriðji. Roman Grosjean ræsti þriðji en náði ekki að ljúka mótinu í Lotus bíl sínum. Síðasti hringurinn í mótinu reyndist dramatískur: Nico Rosberg á Mercedes sem virtist eiga stigasæti víst lenti í vandræðum og krækti ekki í stigin mikilvægu. Paul di Resta á Force India krækti í síðasta sigasætið með því að taka fram úr Jean-Eric Vergne á Toro Rosso eftir síðustu beygju í mótinu. Kimi Raikkönen á Lotus krækti í sjöunda sætið eftir lélega tímatöku í gær. Fernando Alonso sótti sjötta sætið en var undir mikilli pressu frá Pastor Maldonado á Williams bíl þar til Maldonado missti stjórn á bílnum og eyðilagði hann í síðasta hring. "Hver sigur er mikilvægur," sagði Button eftir mótið. "Þetta sýnir bara hversu mikilvægt er að eiga góðan vetur í Formúlunni. Við höfum átt góðan vetur í ár og byrjum með góðan bíl." Vettel var ánægður með sína frammistöðu og sagðist jafnvel hafa átt möguleika á sigri hefði öryggisbílinn ekki komið út í seinni hluta mótsins.
Formúla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira