Fótbolti

Danski boltinn aftur af stað | Aron skoraði fyrir AGF

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Aron Jóhannsson í leik með íslenska U-21 landsliðinu.
Keppni í dönsku úrvalsdeildinni fór aftur af stað í dag eftir vetrarhlé. Aron Jóhannsson var á skotskónum þegar að AGF gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland.

Markið skoraði hann í lok fyrri hálfleiks og jafnaði þar með metin fyrir sína menn. Með stiginu komst AGF upp í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en Nordsjælland er í öðru sæti með 36 stig, þremur á eftir toppliði FCK.

Aron hefur nú skorað tvö mörk í nítján leikjum á tímabilinu en honum var skipt af velli í dag 59 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×