Klitschko berst næst við David Haye Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:45 Vitali Klitschko. Nordic Photos / Getty Images Vitali Klitschko tilkynnti í gær að hann muni næst berjast við Bretann David Haye, án þess þó að nefna stað eða stund. Þetta tilkynnti hann í beinni sjónvarpsútendingu í gær eftir bardaga bróður hans, Wladimir, gegn Frakkanum Jean-Marc Mormeck. Wladimir hafði betur á rothöggi en þetta var í 50. sinn á ferlinum sem hann vinnur bardaga með slíkum hætti. Wladimir er yngri bróðir Vitaly og handhafi WBA, WBO, IBF, IBO og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Vitaly er handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins og hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum - fyrir Lennox Lewis árið 2003 og Chris Byrd árið 2000. Haye tapaði fyrir Wladimir í júlí síðastliðnum og tilkynnti svo í október að hann væri hættur. En hann hefur þó lengi sagt að hann vilji fá tækifæri til að berjast við Vitaly. „Vitaly er loksins búinn að samþykkja að berjast við mig. Hann sagði í viðtali í RTL [þýsk sjónvarpsstöð) að hann myndi næst berjast við mig," skrifaði Haye á Twitter-síðu sína í gær og bætti við: „Let's get ready to rumble." Haye byrjaði að berjast í veltivigt árið 2002 en skipti yfir í þungavigt árið 2008 með það að markmiði að velta Klitschko-bræðrunum af stalli. Það tókst ekki og Haye ákvað að hætta í haust, aðeins 32 ára. Hann hefur starfað í sjónvarpi og var til að mynda að lýsa bardaga Vitaly Klitscho og Derek Chisora í síðasta mánuði. Á blaðamannafundi eftir bardagann lenti honum og Chisora saman með þeim afleiðingum að Chisora var handtekinn og dæmdur í lífstíðarbann. Box Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Vitali Klitschko tilkynnti í gær að hann muni næst berjast við Bretann David Haye, án þess þó að nefna stað eða stund. Þetta tilkynnti hann í beinni sjónvarpsútendingu í gær eftir bardaga bróður hans, Wladimir, gegn Frakkanum Jean-Marc Mormeck. Wladimir hafði betur á rothöggi en þetta var í 50. sinn á ferlinum sem hann vinnur bardaga með slíkum hætti. Wladimir er yngri bróðir Vitaly og handhafi WBA, WBO, IBF, IBO og The Ring-heimsmeistaratitlanna. Vitaly er handhafi WBC-heimsmeistaratitilsins og hefur aðeins tapað tveimur bardögum á ferlinum - fyrir Lennox Lewis árið 2003 og Chris Byrd árið 2000. Haye tapaði fyrir Wladimir í júlí síðastliðnum og tilkynnti svo í október að hann væri hættur. En hann hefur þó lengi sagt að hann vilji fá tækifæri til að berjast við Vitaly. „Vitaly er loksins búinn að samþykkja að berjast við mig. Hann sagði í viðtali í RTL [þýsk sjónvarpsstöð) að hann myndi næst berjast við mig," skrifaði Haye á Twitter-síðu sína í gær og bætti við: „Let's get ready to rumble." Haye byrjaði að berjast í veltivigt árið 2002 en skipti yfir í þungavigt árið 2008 með það að markmiði að velta Klitschko-bræðrunum af stalli. Það tókst ekki og Haye ákvað að hætta í haust, aðeins 32 ára. Hann hefur starfað í sjónvarpi og var til að mynda að lýsa bardaga Vitaly Klitscho og Derek Chisora í síðasta mánuði. Á blaðamannafundi eftir bardagann lenti honum og Chisora saman með þeim afleiðingum að Chisora var handtekinn og dæmdur í lífstíðarbann.
Box Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira