McIlroy vann og komst í efsta sæti heimslistans | Tiger frábær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2012 23:00 Rory McIlroy á mótinu í Florida í dag. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi. Golf Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy bar í kvöld sigur úr býtum á Honda-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni og varð þar með næstyngsti kylfingur sögunnar sem kemst í efsta sæti heimslistans. McIlroy spilaði á 69 höggum í dag og alls á 268 höggum eða tólf höggum undir pari. Hann þurfti þó að hafa fyrir hlutunum enda sótti Tiger Woods stíft að honum í dag. McIlroy hélt þó ró sinni og fagnaði góðum sigri. Tiger spilaði stórkostlegt golf í dag og skilaði sér í hús á 62 höggum eða átta undir pari vallarins. Hann var í 2.-3. sæti mótsins ásamt Bandaríkjamanninum Tom Gillis sem jafnaði Tiger með fugli á átjándu holu. Þetta eru góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Tiger sem hefur ekki unnið mót á PGA-mótaröðinni síðan í september árið 2009. Hann virðist vera að spila betur með hverju mótinu og nálgast óðum sitt gamla form. Lee Westwood varð fjórði eftir að hafa spilað á sjö höggum undir pari í dag. Hann var samtals á átta höggum undir pari. McIlroy er 22 ára gamall og vann sitt fyrsta stórmót á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Tiger var 21 árs þegar að hann komst í efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á sínum tíma en McIlroy verður 23 ára í maí næstkomandi.
Golf Mest lesið Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira