Vettel telur sig sigurstranglegastann Birgir Þór Harðarson skrifar 7. mars 2012 20:00 Vettel er ávalt rólegur þó ágangur fjölmiðla sé fram úr öllu hófi. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel telur sig lang sigurstranglegastann í heimsmeistarakeppninni í ár eftir að hafa rústað keppninni í fyrra. Vettel var spurður, í viðtali við vefútgáfu Guardian, hvort hann sæi sig sem líklegastan til vinnings og svaraði einfaldlega: "Já." Vettel sigraði 11 mót af 19 í fyrra og varð heimsmeistari með yfirburðum í mjög góðum bíl Adrian Newey sem af mörgum er talinn besti hönnuður í mótorsporti í dag. "Venjulega er sá sem sigrar heimsmeistaratitilinn sigurstranglegastur næsta tímabil þar á eftir," sagði Vettel til útskýringar. Þetta sjálfstraust og hæfileikar heimsmeistarans unga var á dögunum á vörum Stirling Moss sem bar hann saman við Juan Manuel Fangio. Fangio er talinn meðal þeirra allra bestu sem keppt hafa í Formúlu 1. Tengdar fréttir:Sterling Moss: Vettel er Fangio nútímans Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel telur sig lang sigurstranglegastann í heimsmeistarakeppninni í ár eftir að hafa rústað keppninni í fyrra. Vettel var spurður, í viðtali við vefútgáfu Guardian, hvort hann sæi sig sem líklegastan til vinnings og svaraði einfaldlega: "Já." Vettel sigraði 11 mót af 19 í fyrra og varð heimsmeistari með yfirburðum í mjög góðum bíl Adrian Newey sem af mörgum er talinn besti hönnuður í mótorsporti í dag. "Venjulega er sá sem sigrar heimsmeistaratitilinn sigurstranglegastur næsta tímabil þar á eftir," sagði Vettel til útskýringar. Þetta sjálfstraust og hæfileikar heimsmeistarans unga var á dögunum á vörum Stirling Moss sem bar hann saman við Juan Manuel Fangio. Fangio er talinn meðal þeirra allra bestu sem keppt hafa í Formúlu 1. Tengdar fréttir:Sterling Moss: Vettel er Fangio nútímans
Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira