Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán 8. mars 2012 16:18 Marcin Tomsz Lech nokkrum mínútum eftir að dómur var kveðinn upp. Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. Marcin lýsti því hvernig mennirnir ætluðu að fremja ránið um nótt. Það breyttist þó. Meðal annars vegna þess að félagar hans voru gripnir við að stela bíl föstudeginum fyrir ránið, en það var framið á mánudeginum 17. október. Mennirnir ákváðu degi áður að ræna búðina. Frank Úlfar Michelsen, eigandi verslunarinnar, kvaðst hafa verið við vinnu sína umræddan morgun skömmu eftir opnun. Hann kvaðst hafa setið við vinnuborð klukkan 17 mínútur yfir tíu þegar hann hafi orðið var við skugga koma mjög snöggt inn og þegar hann hafi litið upp hefði hann horft beint inn í byssuhlaup og séð grímuklæddan mann sem hefði öskrað „get down, get down". Frank kvaðst þá hafa sagt við starfsfólkið að það skyldi gera það sem maðurinn segði og hefðu þau lagst niður. Maðurinn hefði staðið yfir sér með byssuna og öskrað en síðan kvaðst hann hafa heyrt mikil brothljóð og séð út undan sér fleiri skugga sem voru að athafna sig frammi í versluninni. Frank kvað þetta hafa staðið yfir í um 50 sekúndur en þær hefðu virst sem heil eilífð. Þá hefðu mennirnir hlaupið út. Meðan á þessu stóð og þau lágu í gólfinu kvaðst hann hafa heyrt skothvell og þá talið að maðurinn væri að skjóta eitthvert þeirra. Eftir vel heppnað rán gengisins fóru mennirnir hver sína leið. Síðar hittust þeir á hóteli þar sem þeir pökkuðu úrunum inn. Að lokum fóru þeir saman í sund í Kópavoginum. Nokkrum dögum síðar var Marcin handtekinn með þýfið. Auk þess að þurfa að afplána fimm ára fangelsisdóm hér á landi þarf Marcin að greiða VÍS 14 milljónir króna. Lögreglan náði að haldleggja þýfið áður en Marcin kom því út úr landi, en andvirði þess hljóp á 50 til 70 milljónum.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8. mars 2012 13:43