Mahan tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 22:38 Mahan slær úr glompu á Dove Mountain vellinu í Arizon í dag. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. Mahan spilaði frábært golf á Dove Mountain vellinum í Arizona í dag. Hann lagði Matt Kuchar í undanúrslitum fyrr í dag með töluverðum yfirburðum og hafði svo betur í baráttu við McIlroy. McIlroy fékk tvo skolla í röð á fyrri níu holunum gegn Mahan sem nýtti sér mistökin og vann þrjár holur í röð. Hann vann svo einnig 10. holuna áður en McIlroy klóraði í bakkann með sigri á 11. holu. Pressan var öll á hinum 22 ára McIlroy að vinna upp þriggja holu forskot Mahan áður en það yrði um seinan. Kappanir pöruðu tvær næstu holur áður en McIlroy gerði áhorfendum á Dove Mountain vellinum greiða og vann 14. holuna. Tveggja holu munur og fjórar holur eftir. Mahan hélt hins vegar sínu striki og gerði engin mistök. Félagarnir pöruðu næstu holur og því varð McIlroy að vinna 17. holuna til að eygja möguleika á sigri. Það tókst ekki og Mahan tryggði sér um 170 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. McIlroy fer svo sem ekki tómhentur heim því hann fékk um 105 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Hinn 29 ára Mahan, sem var í 22. sæti heimslistans fyrir mótið, tekur væntanlega gott stökk upp listann með sigrinum í Arizona. Hann lagði sterka kylfinga á borð við Steve Stricker, sem vann mótið árið 2001, og Matt Kuchar á leið sinni í úrslitin. Luke Donald, sem féll úr keppni í 1. umferð mótsins, heldur 1. sæti heimslistans um sinn. McIlroy hefið hrifsað það af honum með sigri en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson hafði betur gegn Englendingnum Lee Westwood í leiknum um þriðja sætið. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holunni.Sigurvegarar á Heimsmótinu í holukeppni golfi undanfarin tíu ár 2011 Luke Donald 2010 Ian Poulter 2009 Geoff Ogilvy 2008 Tiger Woods 2007 Henrik Stenson 2006 Geoff Ogilvy 2005 David Toms 2004 Tiger Woods 2003 Tiger Woods 2002 Kevin Sutherland Golf Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. Mahan spilaði frábært golf á Dove Mountain vellinum í Arizona í dag. Hann lagði Matt Kuchar í undanúrslitum fyrr í dag með töluverðum yfirburðum og hafði svo betur í baráttu við McIlroy. McIlroy fékk tvo skolla í röð á fyrri níu holunum gegn Mahan sem nýtti sér mistökin og vann þrjár holur í röð. Hann vann svo einnig 10. holuna áður en McIlroy klóraði í bakkann með sigri á 11. holu. Pressan var öll á hinum 22 ára McIlroy að vinna upp þriggja holu forskot Mahan áður en það yrði um seinan. Kappanir pöruðu tvær næstu holur áður en McIlroy gerði áhorfendum á Dove Mountain vellinum greiða og vann 14. holuna. Tveggja holu munur og fjórar holur eftir. Mahan hélt hins vegar sínu striki og gerði engin mistök. Félagarnir pöruðu næstu holur og því varð McIlroy að vinna 17. holuna til að eygja möguleika á sigri. Það tókst ekki og Mahan tryggði sér um 170 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. McIlroy fer svo sem ekki tómhentur heim því hann fékk um 105 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Hinn 29 ára Mahan, sem var í 22. sæti heimslistans fyrir mótið, tekur væntanlega gott stökk upp listann með sigrinum í Arizona. Hann lagði sterka kylfinga á borð við Steve Stricker, sem vann mótið árið 2001, og Matt Kuchar á leið sinni í úrslitin. Luke Donald, sem féll úr keppni í 1. umferð mótsins, heldur 1. sæti heimslistans um sinn. McIlroy hefið hrifsað það af honum með sigri en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson hafði betur gegn Englendingnum Lee Westwood í leiknum um þriðja sætið. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holunni.Sigurvegarar á Heimsmótinu í holukeppni golfi undanfarin tíu ár 2011 Luke Donald 2010 Ian Poulter 2009 Geoff Ogilvy 2008 Tiger Woods 2007 Henrik Stenson 2006 Geoff Ogilvy 2005 David Toms 2004 Tiger Woods 2003 Tiger Woods 2002 Kevin Sutherland
Golf Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira